Þjóðin þarf aðgang að sálfræðingum

Nú er tími sálfræðinga runninn upp.

Rannsóknir hafa í fjöldamörg ár sýnt fram á árangur sálfræðimeðferðar og að hugræn atferlismeðferð sé t.d. í mörgum tilfellum betri en lyf þar sem minni líkur eru á hrösun þegar fólk hættir á lyfjunum. Eftir HAM meðferð hefur fólk verkfæri í höndunum sem það getur notað hvenær sem er.

Þjóðin hefur ekki haft aðgang að sálfræðingum og er það á færi fæstra að "veita sér" sálfræðimeðferð þar sem tíminn kostar um 8-10 þúsund og flestir þurfa 12-16 tíma.

Í staðinn eyðir heilbrigðiskerfið - sameiginlegir sjóðir okkar - í óheyrilegan lyfjakostnað og margs konar fylgikostnað sem fylgir því að viðkomandi er orðinn mun veikari þegar loksins er gripið í taumana með kostnaðarsömum og dýrum afleiðingum fyrir hann, vinnustaðinn og alla fjölskylduna.

Það er ekki nóg að setja örfáa sálfræðinga á heilsugæslustöðvar sem eru bara í greiningum. Það er heldur ekki nóg að bjóða fólki upp á 5 tíma niðurgreidda af stéttarfélaginu. Sumir eru ekki einu sinni í stéttarfélagi og því er þarna verið að mismuna.

Sálfræðingum sem fagstétt hefur einnig verið mismunað í gegnum árin með því að geta ekki veitt öllum sem á þurfa að halda þjónustu sína heldur bara þeim sem mest hafa á milli handanna.

Um þetta höfum við framsóknarmenn ályktað enda erum við oft langt á undan öðrum flokkum í hugsanahætti og framsýni sbr. feðraorlofið, jafnréttismál í reynd, fötlunarfræðina og fleira.

Nú er tími sálfræðinga runninn upp Jóhanna Sigurðardóttir!


mbl.is Leita sér sálfræðihjálpar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég vísa í síðustu athugasemd mína.  Færum milljarð frá ríkiskirkjunni og þeirra "sálgæslu" og ráðum fagmenn í verkin.

Matthías Ásgeirsson, 23.2.2009 kl. 12:03

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þar er ég sammála, tími sálfræðinganna er kominn.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.2.2009 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband