Mánudagur, 23. febrúar 2009
Er þetta eðlileg hækkun?
Skömmu eftir að ég flutti út þeas. haustið 2007 þá fjárfesti ég í svokölluðum SMART síma sem er á vegum Tals. Þessi búnaður virkar þannig að sé maður með háhraðatengingu þá getur maður tengt símtæki sem hægt er að nota eins og íslenskan heimasíma. Þannig getur maður hringt frítt í öll heimanúmer á Íslandi og þeir sem hringja í mann greiða eins og um íslenskan heimasíma sé að ræða. Fyrir þessa þjónustu greiðir maður fast mánaðargjald.
Ég keypti þennan búnað á 6.990 kr. haustið 2007. Núna einu og hálfu ári seinna kostar þessi sami búnaður 15.990. Hækkunin er því 9.000 krónur á einu og hálfu ári!!! Þetta er ekki eðlileg hækkun að mínu mati. Ég trúði þessu varla þegar ég sá þetta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þjóðin er trúlega búin að glata verðskyninu, hugsa þeir sem hækka svona svakalega
Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.2.2009 kl. 01:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.