Miðvikudagur, 25. febrúar 2009
Bændur þurfa líka aðstoð!
Ég hef miklar áhyggjur af bændum landsins.
Þeir eru í miklum vandræðum eins og heimilin og fyrirtækin. Til dæmis hefur verð á flestum aðföngum hækkað, jafnvel tvöfaldast þar sem mikið af því er innflutt t.d. áburði og fóðri. Á sama tíma hefur afurðaverð ekki hækkað. Ef ekkert verður að gert er hætta á að margir verði að bregða búi og fara í gjaldþrot.
Ég er enginn landbúnaðarsérfræðingur og verð það sennilega aldrei þó ég elski sveitina og hestana mína :) ... og þekki svo sannarlega muninn á góðri landbúnaðarvöru og lélegri. En ég hef áhyggjur af því að bændur séu að gleymast í þeim aðgerðum sem verið er að vinna.
Það þarf að standa við bakið á bændum þannig að við getum verið sjálfum okkur næg og getum haldið áfram að framleiða þá hágæðavöru sem íslenskar landbúnaðarafurðir eru. Þær eru í heimsklassa og sakna ég þeirra mikið héðan frá Danmörku.
Einnig þarf að hugleiða það að fjármagn sem sett er í slíkt sinnir mörgum hlutverkum. Það tryggir byggð í landinu, það tryggir ótal störf (störf bænda og ótal afleiðustörf sem skapast af landbúnaðinum) og það tryggir öryggi fæðukistu okkar á víðsjárverðum tímum.
Ég er sannfærð um það að með tímanum mun verðmæti landbúnaðarafurða okkar aðeins aukast því mikilvægi heilnæmrar og náttúrulegrar vöru er alltaf að verða augljósara með nýjustu rannsóknum og slíkt er mjög mikilvægt fyrir heilsu þjóðarinnar.
Íslenska landbúnaðarvöru - já takk .
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:09 | Facebook
Athugasemdir
Sammála þér um landbúnaðinn, hann verður að lifa af. En ég er ekki sammála öllu sem framsókn(þeirra fólk) kemur með. En við verðum að geta lifað á eigin framleiðslu að eins miklum hluta og hægt er.
Einu sinni átti ég kú sem ég skýrði Torfu og var frá Torfunesi, það var í denn.
Kveðja til þín frænka.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 25.2.2009 kl. 00:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.