Föstudagur, 27. febrúar 2009
Og Tíbet???
Einhvern veginn brá mér við að sjá þessa frétt.
Er þetta það sem við þurfum að eyða peningum í á næsta ári? Þegar við munum þurfa að halda velferðarkerfinu nánast uppi á brauðfótum og horfum upp á 10% þjóðarinnar atvinnulaus.
Er það þá lausnin að fara til Kína til þess að stofna til viðskiptasambanda við þjóð sem er algjör tvískinnungur þar sem þeir eru annars vegir grófir mannréttindaglæpamenn en á hinn bóginn sýna vel fægðan flöt þjóðar sem vill komast betur inn í alþjóðasamfélagið til þess að geta nú styrkt stöðu sína og orðið enn valdameiri. Er það bara allt í lagi á meðan þeir eru að murka lífið og menninguna úr hverjum einasta Tíbeta?
Eigum við að halda áfram að horfa bara framhjá því af því að það hentar viðskiptasamböndum okkar?
Ég skil það samt að við þurfum auðvitað að efla viðskiptasambönd okkar og gæta þess vandlega að við einangrumst ekki í samfélagi þjóðanna. Það hefur mikið að segja varðandi velferð, vöxt og atvinnu hér heima... og að það eru auðvitað aðrir þarna en einungis kínverjar en er þetta leiðin?
Þetta er eins og að sýna hrottanum á skólalóðinni vinskap þrátt fyrir að vita alveg hvernig hann beitir önnur börn einelti af því að við högnumst sjálf á því.
Nice. Mér rís óhugur við þessu og finnst þetta hræsni.
Þátttaka Íslands vekur athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:43 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.