Fyrir kjósendur í Árósum og nágrenni!

Til að gera sem flestum Íslendingum búsettum í Danmörku kleift á að kjósa til Alþingis viljum við benda á að hægt er að greiða atkvæði hjá ræðismanni Íslands í Årósum. Leiðbeiningar um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar munu liggja fyrir bæði á íslensku og dönsku.

Atkvæðagreiðsla hjá íslenska konsúlnum í Århus
Fram til kosningadagsins 25. apríl 2009 er hægt að greiða utankjörstaðar atkvæði til íslensku Alþingiskosninganna hjá íslenska konsúlnum - Lille Torv 6, 8000 Århus (nærri Magasín og dómkirkjunni)
Til að tryggja að atkvæðaseðillinn nái til Íslands fyrir kosningadaginn ætti utankjörstaðar atkvæðagreiðsla þó ekki að fara fram síðar en fimmtudaginn 23. apríl.
Atkvæðagreiðslan getur farið fram á opnunartíma skrifstofu ræðismannsins- virka daga milli klukkan 9.00 og 16.00
Fyrir þá sem ekki hafa möguleika á að kjósa á eftirfarandi tímum hefur ræðismannsskrifstofan AUKA OPNUNARTÍMA Miðvikudaginn 22.april frá kl. 16.00 til 20.00
Allir þeir sem óska eftir að kjósa verða að mæta í eigin persónu á ræðismannsskrifstofuna og
(1) Hafa meðfylgjandi íslenskt skilríki með mynd þar sem fram kemur íslenska kennitalan,
(2) Hafa meðferðis 10 dkr. til að standa kostnað af sendingu atkvæðaseðilsins til Íslands.
Með kveðju
Carl Erik Skovgaard Sørensen íslenski konsúllinn í Århus

(tekið af www.isfan.dk)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband