37 stunda vinnuvika?

Síðastliðinn fimmtudag var ég stödd á framboðsfundi í Jónshúsi í Kaupmannahöfn.

Margt áhugavert kom fram á fundinum. Eitt af því sem barst til tals og vakti áhuga minn var hvort við Íslendingar ættum að stytta vinnuvikuna okkar niður í 37 stundir sem eina leið til þess að lækka launakostnað.

Mín skoðun er sú að þessi leið sé vel þess virði að skoða hana. Þetta er leið sem ætti að vera hægt að fara með þvert á alla og hlutfallslega stytta vinnuviku fólks í lægra starfshlutfalli á sama hátt. Að mínu mati er þetta mun heillavænlegri leið en sú að segja upp fólki.

Það hefur verið áberandi á Íslandi að við höfum í of miklum mæli "lifað til að vinna" á meðan frændur okkar Danir til dæmis "vinna til að lifa". Í Danmörku er algengt að hætta á hádegi á föstudögum og sækja börnin snemma í leikskólann og byrja þannig helgina vel.

Slík leið á auðvitað ekki við í öllum störfum eða við alla. Ég tel þetta vera eitthvað sem við ættum engu að síður að skoða. Ég tel að slíkt myndi ekki draga úr afköstum þar sem fólk næði þá betri hvíld og næði að samtvinna betur starf og fjölskyldulíf. Þessi tími er góð fjárfesting í börnunum okkar eða öðrum verkefnum sem sitja á hakanum í því vinnuæði sem einkennt hefur marga Íslendinga undanfarin ár.

Þarna mætti því slá margar flugur í einu höggi. Ég efa það ekki að þessi leið hefur verið rædd víðs vegar en ákvað að minnast á hana hér þar sem hún vakti sérlega áhuga minn og ég tel hana vera spor í þá átt sem ég myndi vilja sjá samfélagið fara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Þú veist af launatöxtum? Að þeir eru mjög lágir?

Margrét Sigurðardóttir, 21.4.2009 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband