Ég er vinur Framsóknar í bloggheimum - stjörnublaðamennska DV...

Það er aldeilis stjörnu rannsóknarblaðamennska hjá blaðamanni DV að komast að því að ég og fleiri skulum vera vinir Framsóknar í bloggheimum þegar við erum skráð á lista á heimasíðu flokksins og á veitu sem kynnir nýjustu bloggin okkar. Þetta er stórfrétt! Flestallar heimasíður stjórnmálaflokka vísa á bloggsíður þeirra sem eru í flokknum og eru duglegir að blogga. Fáum dytti í hug að skrifa frétt um jafn auglljósan hlut.

Hvað mig varðar er nú ekki um nein stórtíðindi að ræða. Ég er flokksbundin Framsóknarkona og fer hvergi dult með það. Þessi bloggsíða er sett upp með því yfirlýsta markmiði að taka virkan þátt í samfélagsumræðunni og leggja mitt lóð á vogarskálarnar. Ég ber ein ábyrgð á mínum skrifum en skrifa auðvitað oft um eitthvað sem tengist Framsókn þar sem ég er virk í flokknum og síðan er pólitísk. Að öðru leyti skrifa ég oft um eitthvað sem er ekkert endilega á línu flokksins því ég aðhyllist sjálfstæði fólks og vil sjá draga úr hjarðhegðun þeirri sem einkennir stundum stjórnmálin. Með sjálfstæðum skoðunum tel ég okkur öll komast lengra með fjölbreyttari flóru en einungis það sem rúmast innan ákveðinna lína.

En þessi fréttamennska DV er ákaflega lýsandi fyrir það sem hinn almenni Framsóknarmaður eða kona þarf oft að eiga við. Eðlilegustu hlutir eru gerðir tortryggilegir einungis til þess að kasta rýrð á okkur því flokkar eru einungis fólkið sem í þeim er. Fyrir síðustu kosningar sá þessi sami blaðasnepill sér ástæðu til þess að gefa út heilt blað einungis til þess að draga niður einn ákveðinn stjórnmálaflokk, Framsókn. Mikið vona ég að í náinni framtíð sem við ætlum öll að byggja upp saman hætti fjölmiðlar að vera svona hrikalega hlutdrægir og vinna stundum eins og strengjabrúður pólitíkurinnar. Það er ekki farsælt fyrir neinn. Við þurfum hlutlausa fjölmiðla sem láta af svona lélegri "stjörnublaðamennsku" sem er á afar lágu plani!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

þetta var bara fyndið flopp hjá DV, flestir svonefndir "óvinir Framsóknar" eru miklir bloggvinir mínir, ágætis fólk sem hefur samt þann ljóta galla að kjósa ekki Framsókn. En ég er ekkert að erfa það við þá, sumir eru svo bernskir í lund

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 23.4.2009 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband