Sunnudagur, 6. september 2009
Opnunartími verslana
Ég skil ekki þessa menningu sem hér hefur skotið niður rótum að það þurfi að vera opnar verslanir allan sólarhringinn. Jafnvel í bæjarfélagi eins og Garðabæ eru tvær verslanir opnar allan sólarhringinn. Ég fór í Hagkaup í Garðabæ á föstudagskvöldið og það var helst eins og maður væri kominn inn í félagsmiðstöð unglinga frekar en verslun.
Væri ekki nærri lagi að hafa bara eina verslun opna á höfuðborgarsvæðinu sem seldi helstu nauðsynjar og loka hinum á nóttinni og lækka verð á matvöru fyrir það sem slík hagræðing hefði í för með sér?
Eina verslunin sem ég tel nauðynlega þurfi að vera opin allan sólarhringinn er eitt apótek fyrir allt höfuðborgarsvæðið.
Hvað vilja neytendur? Vilja þeir greiða fyrir svona lúxus með himinháu verði á vörunum í körfunni?
Ég tel að endurskoða þurfi þessa menningu okkar sem komin er úr öllu hófi fram að hafa verslanir opnar alla daga, allan sólarhringinn. Með skemmri opnunartíma þarf fólk aðeins að skipuleggja sig betur. Í Danmörku eru 7/11 verslanir opnar allan sólarhringinn en þær selja sama úrval og bensínstöðvar hér. Annað er lokað, meira að segja alla sunnudaga nema fyrsta sunnudag í mánuði. Fyrst fannst manni þetta flókið en svo lærði maður bara að kaupa inn tímanlega. Ég tel amk. að þarna sé um ákveðið svigrúm að ræða sem nota megi til þess að ná niður verði fyrir neytendur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það eru tvær í Breiðholti Select og 10/11 ,nóg að hafa 10/11 bara eins og nafnið hljómar?opinn 10-23 ?
Hörður Halldórsson, 6.9.2009 kl. 17:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.