Sunnudagur, 6. september 2009
Að opinbera sig á vefnum, Fésbók og bloggið
Það eru svo sannarlega breyttir tímar. Ég tel mig ekki gamla konu og ég man þá tíma sem ekki var internet og það sem maður gerði í tölvu krafðist dir skipana...
Heimur veraldarvefsins hefur þanist út undanfarin ár. Allt í einu blasir við okkur alveg nýr heimur og nýtt samskipta- og upplýsingalíf. Hinn raunverulegi veruleiki hefur að einhverju leyti fallið saman við hinn óraunverulega veruleika vefsins. Í stað þess að hitta fólk í kaffi eða hringja þá fara samskipti að miklu leyti fram í gegnum vefinn. Í stað þess að fara á bókasafnið og leita upplýsinga eða fara á ferðaskrifstofu og kaupa flugseðil má græja allt í netheimum. Ég get verið í Tíbet á göngu og uppfært Fésbókarsíðuna mína með gemsanum og skellt inn myndum í rauntíma nánast.
Mörg skrefin eru spöruð og mál afgreidd hratt sem áður tóku óratíma. Vefurinn er samt sem áður einnig einn mesti tímaþjófur dagsins í dag. Margt sem snýr að vefnum á sér alveg tvær hliðar. Hina jákvæðu hlið og hina neikvæðu hlið. Bloggið til dæmis getur verið frábær vettvangur til þess að koma skoðunum sínum á framfæri eins og ég er að gera núna. Bloggið getur virkað eins og síkvikur þjóðarpúls sem alltaf er á vaktinni. Bloggið endurvarpar að einhverju leyti því sem áður fór fram á kaffistofum, eða hvað? Að einhverju leyti kemur margt fram á blogginu sem fólk hefði ekki þorað að segja blákalt. Sum góð skrif birtast einnig á blogginu sem fólk hefði ekki náð að orða á sama máta í talmáli.
Fésbókin er ámóta lífspúls. Alltaf á vaktinni. Fólk sem maður þekkti ekkert er allt í einu orðið hluti af netinu manns. Farið að koma með athugasemdir og fylgjast með. Einhver sem maður þekkir ekki vel veit kannski bara heilmikið um mann, hvað maður er að gera og ýmsar hugleiðingar sem flotið hafa um kollinn á manni niður á lyklaborðið.
Þessi togstreita er ansi erfið. Maður vill vera með í þessum skemmtilega samskiptaheim. Vill miðla sínu og drekka í sig það sem aðrir hafa fram að færa. Stundum læðist þó að manni að kannski væri betra að loka þessu öllu bara og fara að lifa lífinu án netheima, bloggheima og Fésbókar. Því það er óþægileg tilhugsun að vera berskjaldaður að þessu leyti og vita í raun ekkert hver fylgist með manni og hver ekki. Varðandi Fésbókina þá veit maður í raun ekkert hvað eigendur síðanna geta gert við t.d. myndirnar manns.
Það er stór ákvörðun að taka og velta fyrir sér hvort maður eigi að vera eða ekki vera!
Flóttinn frá Fésbókinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það hlýtur að vera til einhver milivegur.
Er ekki vel hægt að senda góðar kveðjur í loftið þó að all sé ekki opinberað?
Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 09:56
bandarískur lögmaður í Boston segir að FACEBOOK sé stærsta njósnaforrit sem notað sé í dag utan CIA báknsins, en þeir hjá CIA nota FACEBOOK , og einfalda vinnuna hjá sér með þessu heimsforriti sem allur almenningur er að skrá sig á og þar af leiðandi skrá sig beint inn á skrá hjá öllum njósnadeildum allar landa, mest er lögmaðurinn hræddur með Múslimalöndin að þau muni nota sér þetta til að komast inn á fólk með gott fólk og lauma svo hryðjaverkamönnum seinna inn með góða fólkinu þett er þekkt fyrirbæri í dag eins og hefur gerst undanfarin ár og eru Norðurlöndin að verða harðast út í af því..........
Tryggvi Bjarnason (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 01:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.