Flöktandi fáni á leið niður Ártúnsbrekkuna

Í dag var ég á keyrslu niður Ártúnsbrekkuna sem er kannski ekki í frásögu færandi. Ég var í þungum þönkum og m.a. að hugsa um það ástand sem endurómar í öllum mögulegum miðlum landsmanna hvern einasta klukkutíma, hvern einasta dag.

Þá sá ég nokkuð sem fékk mig til að brosa.

Ungur strákur á leið niður Ártúnsbrekkuna með íslenska fánann flöktandi á þaki bílsins.

Þetta atvik varð til þess að vekja mig til umhugsunar og gleðja mig. það er alltaf von ef við ákveðum það. Viðhorf okkar skiptir hér öllu máli. Þrátt fyrir erfiða tíma þá getum við sameinast um fánann okkar og um það að vera Íslendingar. Sameinast um það að hið erfiða sé hægt og það muni koma bjart vor að loknum þessum þunga vetri.

Mín vegna mætti breyta lögunum þannig að leyfilegt væri að flagga fánanum oftar því við þurfum fyllilega á því að halda að minna okkur á hver við erum og hvað við eigum sameiginlegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband