Hreinleiki íslenskra landbúnaðarafurða

Tveir góðir...Þetta er eitthvað sem við eigum að byggja á í framtíðinni. Við eigum svo ótrúlega hreinar og góðar afurðir hvort sem þær koma af landi eða úr sjó.

Við megum þó ekki gleyma að þrátt fyrir að tryggja þessa gæðavöru sem útflutningsvöru þá eigum við Íslendingar líka að geta leyft okkur að neyta okkar besta hráefnis og okkar hreinu og tæru matvara.

Ég sé fyrir mér a.m.k. tvær mjög góðar ástæður fyrir því að tryggja landbúnaðinum öryggi um ókomna tíð í rekstri sínum. Annars vegar þá ástæðu að við eigum að vera sjálfbær og geta framleitt úr okkar eigin matarkistum matvæli á heimsmælikvarða fyrir okkur Íslendinga. Hins vegar sé ég fyrir mér að með auknum rannsóknum og aukinni meðvitund um mikilvægi hreinna afurða fyrir heilsuna að þá muni eftirspurn eftir vörum eins og okkar aukast til muna. Fólk mun átta sig á því að það er betra að borga fyrir gott hráefni í stað þess að borða ruslfæði og uppskera ýmsa kvilla í kjölfarið.

Við eigum að standa vörð um fjölskyldubúin okkar og jafnvel kaupa Beint frá býli þegar því verður komið við. Ég er mun hrifnari af slíkum landbúnað en þeim að breyta sveitabæjum okkar í risastórar verksmiðjur þar sem magnið er það sem skiptir máli og t.d. hvert dýr á á hættu að verða bara eins og eitt stykkið á færibandinu.

Að lokum er ríkt byggðarsjónarmið sem fylgir því að standa vörð um íslenskan landbúnað þar sem mikilvægt er að halda sveitum okkar og samfélögunum þar í byggð. Sumir eru fæddir og uppaldir úti á landi og eiga sama rétt og við hin að byggja heimaslóðir sínar. Hver fjölskylda í sveitinni er ákaflega mikilvægur hlekkur í því samfélagi sem þar er að finna.


mbl.is Fagnar umfjöllun um meðhöndlun nautakjöts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég mun versla við þennan bónda

forvitinn (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband