Fimmtudagur, 10. september 2009
Hreyfing er allra meina bót
Sumir gætu talið mann galinn að borga einhverjum fyrir það að pína sig alveg til hins ítrasta en ef þetta virkar og færir manni þessa alsælu að lokinni strangri æfingu þá er ég sátt. Fyrir mér er þetta fín leið til þess að koma mér vel af stað í ræktinni því ég er mikil áhugamanneskja um hreyfingu þó ég eigi nú alveg mína sófadaga og mánuði eins og sumir aðrir.
Það sem er svo gott við hreyfingu er það að maður er að afreka eitthvað, ná markmiði, reyna á sig og upplifir svo bestu verðlaunin sem hægt er að hugsa sér við þá vellíðan sem hreyfing skapar og þá hollu vímu sem líkaminn veitir manni strax eftir æfingu. Eftir æfingu líður mér þannig að allar heimsins byrðar og ýmislegt sem veldur mér kannski hugarangri er víðs fjarri og ég upplifi svona hamingjustund "algjöra feelgood stund".
Ég tel að við Íslendingar á þeim sparnaðartímum sem ríkja þurfum að gæta þess vandlega að kasta ekki krónunni fyrir aurinn. Fara ekki að spara við okkur hreyfingu, hollt matarræði og annað sem snýr að okkar lýðheilsu. Stjórnvöld þurfa að vera meðvituð um þetta að reyna að hafa áhrif með því að draga úr álögum á hollar matvörur, ávexti og grænmeti og stuðla eins og hægt er að fjölbreytilegri hreyfingu. Með hreyfinguna má reyndar segja að flestir geta fundið sér eitthvað ef þeir virkilega vilja. Það er alltaf hægt að reima á sig skóna og skokka eða ganga af stað eða taka góðan sundsprett án þess að það kosti mikla fjármuni.
Ég tel ekki óeðliegt að stjórnvöld beini þessu svona þar sem í raun ætti að umbuna þeim sem passa upp á heilsuna og eru því margfalt ólíklegri til þess að þurfa að nýta heilbrigðiskerfið vegna lífstílstengdra sjúkdóma.
Við verðum að tryggja forvarnir og stuðning eins og frekast er kostur því annars fáum við himinháan bakreikning í hrakandi heilsu þjóðarinnar og það er ekki reikningur sem við getum borgað þegar heilbrigðiskerfið berst nú þegar í bökkum og við þurfum að fara að greiða af Iceslave...
Markvissar forvarnir skila árangri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:07 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.