Mišvikudagur, 30. september 2009
Glęsikerrueigandi į ekki ķ stöšumęli
Ķ gęr sat ég į einu af mķnu uppįhalds kaffihśsum Café Parķs og fékk mér kaffibolla.
Žar sem ég fylgdist meš mannlķfinu śt um gluggann varš ég vitni aš atviki sem vakti mig til umhugsunar. Aušvitaš gęti žetta bara hafa veriš tilviljun en ég įkvaš aš lķta į žetta sem dęmi um żmislegt sem gerst hefur ķ okkar samfélagi. Vel klęddur mašur kom aš BMW stķfbónašri glęsikerru sinni (eflaust amk. 10 milljóna virši) og fussaši yfir stöšumęlasekt sem komin var į bķlinn viš stöšumęlavöršinn. Hann tók ekki sektina einu sinni af glugganum heldur settist inn ķ bķlinn og žeystist af staš į fleygiferš į svęši žar sem grķšarlega mikiš er af gangandi vegfarendum ķ bręši sinni.
Įtti mašurinn ekki ķ stöšumęli? Var hann svona óheppinn?
Žaš skiptir ķ rauninni ekki mįli. Žaš sem skipti mig mįli var žaš aš žetta fannst mér vera įgętis myndlķking af žvķ sem gerst hefur ķ okkar litla samfélagi.
Įkvešin aušmannastétt hefur oršiš hér til į undanförnum įrum žar sem sumir ķ žeim hópi telja sig hafna yfir žann samfélagssįttmįla sem viš bśum öll ķ. Fólk sem keyrir um į glęsikerrum en telur sér leyfilegt aš sleppa žvķ aš borga ķ stöšumęli og leggur upp į gangstéttir til žess aš žurfa ekki aš ganga of langt. Žetta er ašeins lķtil mynd žess sem birtist ķ stęrri mynd žar sem aušmenn telja ešlilegt aš žeirra skuldir séu afskrifašar į mešan almenningur į aš greiša sitt upp ķ topp meš žykku aukalagi sem skapast vegna žess efnahagsklśšurs sem žessir sömu aušmenn bera įbyrgš į. Aš sama skapi hverfa milljónir og milljaršar śr bönkunum įn žess aš tekiš sé eftir į sama tķma og fólk sem vinnur ķ opinbera geiranum t.d. sem forstöšumenn į sambżlum (umhverfi sem ég žekki) žarf aš standa skil į hverri krónu ķ sķnu bókhaldi.
Flokkur: Stjórnmįl og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:32 | Facebook
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.