Þriðjudagur, 24. nóvember 2009
16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi
Hið árlega 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi hefst 25. nóvember nk. og stendur til 10. desember. Að þessu sinni er yfirskrift átaksins: Leggðu þitt að mörkum - Farðu fram á aðgerðir: Saman getum við bundið enda á ofbeldi gegn konum!
Í tilefni af upphafsdegi átaksins standa mannréttindasamtök og kvennahreyfingin á Íslandi fyrir Ljósagöngu til að vekja athygli á ofbeldi gegn konum og hvetja til aðgerða. Farið verður frá Þjóðmenningarhúsinu kl. 19:00 á miðvikudaginn nk. og gengið niður að Sólfarinu við Skúlagötu en Friðarsúlan verður að þessu sinni tendruð kl. 19:45 og hefur Yoko Ono samþykkt að ljós friðarsúlunnar verði tileinkað alþjóðadegi til afnáms ofbeldis gegn konum. Í fararbroddi göngunnar verða kyndilberar og einnig verða stjörnuljós höfð með í för.
Allir eru hvattir til að mæta í gönguna til að minna á mikilvægi þess að uppræta ofbeldi gegn konum í öllum sínum birtingarmyndum.
Frétt af mbl. um gönguna má lesa hér:
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/11/23/johanna_leidir_ljosagongu_a_midvikudag/
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:07 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.