16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi

Hið árlega 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi hefst 25. nóvember nk. og stendur til 10. desember. Að þessu sinni er yfirskrift átaksins: Leggðu þitt að mörkum - Farðu fram á aðgerðir: Saman getum við bundið enda á ofbeldi gegn konum!

Í tilefni af upphafsdegi átaksins standa mannréttindasamtök og kvennahreyfingin á Íslandi fyrir Ljósagöngu til að vekja athygli á ofbeldi gegn konum og hvetja til aðgerða. Farið verður frá Þjóðmenningarhúsinu kl. 19:00 á miðvikudaginn nk. og gengið niður að Sólfarinu við Skúlagötu en Friðarsúlan verður að þessu sinni tendruð kl. 19:45 og hefur Yoko Ono samþykkt að ljós friðarsúlunnar verði tileinkað alþjóðadegi til afnáms ofbeldis gegn konum. Í fararbroddi göngunnar verða kyndilberar og einnig verða stjörnuljós höfð með í för.

Allir eru hvattir til að mæta í gönguna til að minna á mikilvægi þess að uppræta ofbeldi gegn konum í öllum sínum birtingarmyndum.

Frétt af mbl. um gönguna má lesa hér:

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/11/23/johanna_leidir_ljosagongu_a_midvikudag/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband