Ályktun frá landsstjórnarfundi Landssambands Framsóknarkvenna (LFK)

Landsstjórnarfundur framsóknarkvenna haldinn í Reykjavík 5. des 2009 lýsir yfir þungum áhyggjum yfir vaxandi fjölda atvinnulausra á Íslandi. Nú þegar eru 16.000 manns án atvinnu og i þeirra umsjón eru yfir 5000 börn, þar af allt að 500 börn þar sem báðir foreldrar hafa misst vinnuna. Reynsla erlendra þjóða sýnir að hjálparstofnanir hafa í auknu mæli tekið að sér það hlutverk sveitarfélaganna að sjá íbúum sínum farborða.
Ungt fólk á aldrinum 16 til 25 ára er sá hópur sem ber að hlúa sérstaklega að og tryggja að ekki verði hrakinn frá námi af fjárhagsástæðum. Mat fundarins er að ný hugsun þurfi að koma til. Áskorun fundarins er að ríkistjórnin beiti sér fyrir því að ungt fólk án atvinnu geti stundað nám og þegið atvinnuleysisbætur á sama tíma.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband