Samvinnuhugsjón flugeldasölunnar

flugeldar
 

Samvinna er nokkuð sem við Íslendingar höfum notað frá fyrstu tíð til þess að komast af í þessu harðbýla landi. Menn hjálpast að, allir leggja eitthvað af hendi og saman kemst heildin lengra án þess að einn aðili sé að reyna að græða sérstaklega á öðrum.

Segja má að flugeldasala björgunarsveitanna sé byggð að einhverju leyti á samvinnuhugsjóninni. Björgunarsveitirnar eru lífæð okkar þegar við þurfum mest á hjálp að halda. Menn þeirra eru til staðar fyrir okkur hverja einustu klukkustund, alla daga ársins, hvernig sem viðrar eða hvernig sem færð er. Það sem við getum lagt á móti er að styðja rækilega við bakið á þessum mikilvæga velferðarher okkar.

Ég hvet þig því kæri lesandi til þess að versla vel af flugeldum í ár og beina viðskiptum þínum eingöngu til björgunarsveitanna. Einkaaðilar sem eru að selja flugelda eru ekki til taks þegar þú eða þínir þurfa mest á þeim að halda. Þeir eru bara að reyna að græða pening!

Byggjum því á samvinnuhugsjóninni. Styðjum glæsilega við bakið á björgunarsveitum okkar og í staðinn njótum við góðs liðsafla til þess að koma okkur og ástvinum okkar til hjálpar þegar mest á reynir!

 


mbl.is Björgunarsveitir bjartsýnar á flugeldasöluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það bara kemur ekkert annað til greina hjá mér í þessum málum. Finnst að þeir ættu að hafa einkarétt á þessari sölu.

knús og hlakka til að sjá þig á þriðjudagskvöldið:)

Linda (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 00:49

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Við höfum alltaf styrkt björgunarsveitirnar. Síðustu tugi ára björgunarsveitina Sigurvon í Sandgerði sem er elsta björgunarsveit landsins.

Hátíðarkveðjur til þín.

Silla frænka,

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 28.12.2009 kl. 08:26

3 identicon

Mínir flugeldar verða keyptir af Björgunarsveitinni Spora í Hafnarfirðir. Kemur ekki annað til mála. Þörf ábending hjá þér.

Þórey Anna Matthíasdótti (IP-tala skráð) 28.12.2009 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband