Þú meinar, Einar!

Einar Skúlason hefur þann nýja ferskleika sem einkennir Framsókn. Hann er mikill samvinnumaður, maður sátta og ég tel hann vera einstakling sem getur virkilega bætt samfélagið. Hann hefur góða reynslu af málefnum nýrra Íslendinga eftir farsæl störf sín í Alþjóðahúsinu. Þar sem maður hefur séð til hans vinna þá er hann hugmyndaríkur, tilbúinn að hugsa út fyrir boxið og leita sér aðstoðar í þeim málum sem hann þekkir ekki nógu vel. Enginn stjórnmálamaður getur verið sérfræðingur í öllu en góður stjórnmálamaður kann að leita sér upplýsinga til sérfræðinga og hefur tvö eyru og einn munn :).

Mér fannst það strax sýna nýja og flotta hugsun að hefja kosningabaráttuna á því að stinga sér í ískaldan sjóinn og synda talsvert langa vegalengd á mettíma til þess að safna fé í kosningasjóð. Mun meira 2010 heldur en að fá milljónir í styrki frá einkaaðilum eða fyrirtækjum. Svo ég tali nú ekki um að hengja þetta ógleymanlega slagorð upp á svalirnar... Þú meinar Einar!

Hvet alla til þess að setja X við B á laugardag!


mbl.is „Mikið getur gerst fram að kjördegi"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband