Sigurjón Norberg Kjærnested sem formann Sambands Ungra Framsóknarmanna (SUF)

snk_1024463Næstu helgi er Sambandsþing Ungs Framsóknarfólks. Það er virkilega gaman að hitta ungt Framsóknarfólk af öllu landinu sem er saman komið til þess að kjósa sér forystu, móta stefnuna og eiga góða stund saman. Þrátt fyrir að innan okkar raða rúmist mjög ólíkir einstaklingar og ólíkar skoðanir þá rennur Framsóknarblóðið um æðar okkar allra og í okkur öllum slær hið græna Framsóknarhjarta samvinnunnar. Virk þátttaka ungs fólks í stjórnmálum hefur sjaldan verið mikilvægari en einmitt núna!

Standa þarf vörð um auðlindir landsins, framtíðina og grunnstoðirnar. Gera þarf ungu fólki kleift að vaxa og dafna hér á landi með góða menntun í farteskinu, atvinnutækifæri og öflugan stuðning frá samfélaginu til að taka sín fyrstu skref út í lífið. Ungt fólk er lykillinn að farsælli framtíð lands og þjóðar. Ungt fólk í stjórnmálum er best í því að vinna að bættum hag ungs fólks!

Þess má til gamans geta að þingflokkur Framsóknar er sá yngsti á Alþingi og meðalaldur hans amk. 10 árum yngri en þess sem næst kemur á eftir :) og ungt fólk stóð sig frábærlega í sveitarstjórnarkosningunum í vor þar sem amk. 4 ungir Framsóknarmenn og konur leiddu lista og eru í oddvitahlutverkum. Forysta Framsóknarflokksins er einnig skipuð ungum einstaklingum sem eru að meðalaldri 34 ára sem er innan SUF aldurs! Tveir frambjóðendur hafa boðið sig fram til formanns SUF, Sigurjón Norberg Kjærnested og Sigurður Aðalsteinsson. Ég hef fylgst með þeim báðum og fylgdist með kappræðum sem fram fóru á milli þeirra á mánudagskvöld. Þar gerði ég endanlega upp hug minn og ætla að styðja Sigurjón Norberg Kjærnested.

Ég tel hann bera með sér þann kraft og ferskleika sem þarf. Hann hefur útgeislun, er eldklár og hefur síðast en ekki síst hugsjónir um það að leggja sitt af mörkum til þess að gera samfélagið okkar betra og vinna að því að Framsóknarflokkurinn njóti sín sem það mikilvæga skynsemisafl sem þjóðin þarf á að halda.

Sigurjón er 25 ára meistaranemi í vélaverkfræði við Háskóla Íslands og meðlimur í framkvæmdastjórn Alfreðs, félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík. Þar að auki er hann handboltamarkvörður hjá stórveldinu Fjölni. Þeir sem vilja kynna sér málin betur geta kíkt á:

Bloggið hans: http://grjonaldo.blog.is/blog/grjonaldo/

Facebook síðuna hans: http://www.facebook.com/profile.php?id=705158594#!/pages/Sigurjon-Kjaernested-sem-formann-SUF/147065895316849 

og http://www.facebook.com/profile.php?id=705158594#!/grjonaldo

Youtube: http://www.youtube.com/watch?v=6aPcy0mx8qo 

og http://www.youtube.com/watch?v=rWguWZ9zJ4g

Umfram allt vona ég að þingið verði öflugt og skemmtilegt og mun ég þrátt fyrir að vera yfirlýstur stuðningsmaður Sigurjóns standa við bakið á þeim aðila sem verður kosinn næsti formaður SUF :).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband