Föstudagur, 8. október 2010
Frétt af Mbl. um ályktun Landssambands framsóknarkvenna
Lýsa yfir vanþóknun á háum afskriftum í bönkunum
Landssamband framsóknarkvenna lýsir yfir vanþóknun á þeim gríðarlega háu afskriftum sem fram hafa farið í bönkunum á lánum ákveðinna fyrirtækja á sama tíma og harkalega er gengið nærri almenningi sem glímir við gríðarlegan skuldavanda. Þetta kemur fram í ályktun sambandsins.
Þar kemur einnig fram að Landssamband framsóknarkvenna telji það einnig mjög ámælisvert að sum þessara fyrirtækja hafi greitt sér himinháan arð á sama tíma og þau hafa safnað gríðarháum skuldum.
Þá er ríkisstjórn Íslands og þingheimur hvattur til þess að hlusta á þau alvarlegu skilaboð sem almenningur sé að senda um raunverulegar breytingar í stjórnmálum á Íslandi þannig að sátt geti náðst í samfélaginu.
Þá er lagt til að skipuð verði þjóðstjórn til að ráðast í neyðaraðgerðir, fara í þær lýðræðislegu breytingar sem þurfi að ljúka og síðan verði boðað til kosninga.
slóð á fréttina: http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/10/07/lysa_yfir_vanthoknun_a_haum_afskriftum_i_bonkunum/
ályktunin í heild sinni:
http://mbl.is/media/18/2318.pdf
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:17 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.