Ályktunin í heild sinni

Ályktun frá landsstjórn Landssambands framsóknarkvenna

 -Aðför gegn heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni og fæðingarorlofinu-  

Landsstjórn Landssambands framsóknarkvenna lýsir vanþóknun sinni á tillögur stjórnvalda um niðurskurð til heilbrigðismála. Tillögur þessar lýsa algeru þekkingarleysi ríkisvaldsins á starfsemi heilbrigðisstofnana víða um land. Ef þessar hugmyndir ná fram að ganga þá munu þær enn og aftur hafa þau áhrif að störf munu flytjast af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins.Það eru óþolandi vinnubrögð af hálfu ríkisstjórnar að vinna markvisst að því að fækka fagmenntuðum heilbrigðisstarfsmönnum á landsbyggðinni og skerða með því öryggi þeirra sem þar búa.

Enn fremur munu þessar tillögur lama þá starfsemi sem fellur undir grunnþjónustu í heimabyggð og skerða búsetuskilyrði fólks í landinu. Ekki hefur verið sýnt fram á með nokkrum hætti að flutningur sjúklinga og fæðandi kvenna til Reykjavíkur dragi úr kostnaði ríkisins.

Einnig telur landsstjórn Landssambands framsóknarkvenna boðaða skerðingu á framlögum til fæðingarorlofssjóðs vera aðför að því jafnrétti sem þó hefur náðst á undanförnum áratugum meðal annars með tilkomu feðraorlofsins sem Framsóknarflokkurinn kom á. Nú þegar hafa Íslendingar stysta fæðingarorlof allra Norðulandabúa og stytting þess gerir að engu tilmæli um aðbúnað ungbarna. 


mbl.is Aðför gegn fæðingarorlofi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband