Framboð til stjórnlagaþings

Kristbjörgu Þórisdóttur á stjórnlagaþing

HVERS VEGNA BÝÐ ÉG MIG FRAM?
Á Íslandi eiga allir að geta haft það gott. Í þeim erfiðleikum sem við mætum núna skapast sögulegt tækifæri til þess að endurskoða, læra og breyta samfélaginu til bjartrar framtíðar. Vönduð stjórnarskrá leggur grunninn að framúrskarandi samfélagi með öflugar grunnstoðir. Ég mun starfa með opnum huga, jákvæðni, krafti og metnaði sem fulltrúi þjóðarinnar á stjórnlagaþingi. Áhersluatriði mín eru m.a. mannréttindi, lýðræði, sjálfsákvörðunarréttur þjóðarinnar og þjóðareign á auðlindum. Einnig legg ég áherslu á þrískiptingu ríkisvaldsins, eflingu Alþingis og helstu stofnana þess. Ég hef það að leiðarljósi að gæðum lands, þjóðar og samfélags verði skilað vel til komandi kynslóða.

ÆVIÁGRIP
F. í Reykjavík 9. maí 1978. For: Þórir Guðmundsson (f. 17. nóvember 1936) vélgæslumaður og Bjarndís Eygló Indriðadóttir húsmóðir (f. 14. ágúst 1939 d. 26. janúar 1999). Systur: Guðrún Þórisdóttir (1969), Steinunn Þórisdóttir (1973) og Aðalheiður Þórisdóttir (1978).

Stúdentspróf MR 1998. BA gráða í sálfræði frá Háskóla Íslands 2002. Diplóma gráða í fötlunarfræðum frá Háskóla Íslands 2006. Kandídatsnám í sálfræði síðan 2008, fyrirhuguð námslok í lok árs 2010.

Stuðningsfulltrúi í Gylfaflöt dagþjónustu fyrir fötluð ungmenni í sumarafleysingu 2009. Stuðningsfulltrúi á öldrunarheimili á Lokalcenter Skelager í Árósum í sumarafleysingu 2008. Forstöðumaður sambýlis hjá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík (SSR) 2004-2007. Deildarstjóri sama sambýlis 2003-2004. Stuðningsfulltrúi á sama sambýli 1999-2002. Starfsmaður á Kleppi 2003 í stuttan tíma. Ýmis sumarstörf samhliða námi m.a. garðyrkja, afgreiðslustörf í bakaríi, fiskvinnsla og blaðaútburður.

Varaformaður Landssambands framsóknarkvenna 2009-2011. Siðanefnd Framsóknarflokksins 2009-2010. Varamaður í nefnd um erlenda fjárfestingu síðan 2009. Áheyrnarfulltrúi í fjölskyldunefnd í Mosfellsbæ fyrir Íbúahreyfinguna síðan haust 2010. Í miðstjórn Framsóknarflokksins síðan 2006. Aðalmaður í fjölskyldunefnd í Mosfellsbæ fyrir Framsóknarflokkinn 2006-2007. Anima skemmtinefnd sálfræðinema 1999-2000.

Hef skrifað pistla og greinar um samfélagsmál í ýmis blöð.
Ég hef mikinn áhuga á manneskjunni og samfélaginu í sínni víðustu mynd. Á mörg áhugamál meðal annars hestamennsku, ferðalög, útiveru, líkamsrækt, samverustundir með fjölskyldu ogvinum, að borða góðan mat og njóta hvers andartaks í lífinu.
Ég ferðaðist um Kína, Tíbet, Nepal, og Tæland í þrjá og hálfan mánuð haustið 2002. Ég dvaldi í Árósum í Danmörku frá 2007-2009 við framhaldsnám í sálfræði.

Hægt er að hafa samband við mig með því að senda tölvupóst á kristbjorgthoris@simnet.is með ábendingar og fyrirspurnir.

Síðan mín á Facebook.


mbl.is Á fimmta hundrað í framboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband