Auðkennisnúmer mitt er 6582 :)

Kristbjörgu Þórisdóttur á StjórnlagaþingÁgæti lesandi,

ég er ein þeirra sem er í framboði til stjórnlagaþings.

Ég hef mikinn og einlægan áhuga á samfélaginu á Íslandi sem og landinu sjálfu. Ég býð mig fram til þess að fá tækifæri til þess að láta gott af mér leiða og eiga þátt í því að byggja upp nýtt og betra Ísland. Íslenska þjóðin stendur á tímamótum. Það er okkar að ákveða í hvaða átt við viljum fara og við eigum val um okkar nánustu framtíð. Hvernig landi og samfélagi viljum við skila börnunum okkar og barnabörnum? Til þess að ná árangri þurfum við að finna sameiginlega hagsmuni heildarinnar og berjast saman fyrir þeim sem ein þjóð!

HVERS VEGNA BÝÐ ÉG MIG FRAM?
Á Íslandi eiga allir að geta haft það gott. Í þeim erfiðleikum sem við mætum núna skapast sögulegt tækifæri til þess að endurskoða, læra og breyta samfélaginu til bjartrar framtíðar. Vönduð stjórnarskrá leggur grunninn að framúrskarandi samfélagi með öflugar grunnstoðir. Ég mun starfa með opnum huga, jákvæðni, krafti og metnaði sem fulltrúi þjóðarinnar á stjórnlagaþingi. Áhersluatriði mín eru m.a. mannréttindi, lýðræði, sjálfsákvörðunarréttur þjóðarinnar og þjóðareign á auðlindum. Einnig legg ég áherslu á þrískiptingu ríkisvaldsins, eflingu Alþingis og helstu stofnana þess. Ég hef það að leiðarljósi að gæðum lands, þjóðar og samfélags verði skilað vel til komandi kynslóða.

ÆVIÁGRIP
F. í Reykjavík 9. maí 1978. For: Þórir Guðmundsson (f. 17. nóvember 1936) vélgæslumaður og Bjarndís Eygló Indriðadóttir húsmóðir (f. 14. ágúst 1939 d. 26. janúar 1999). Systur: Guðrún Þórisdóttir (1969), Steinunn Þórisdóttir (1973) og Aðalheiður Þórisdóttir (1978).

MENNTUN
Stúdentspróf MR 1998. BA gráða í sálfræði frá Háskóla Íslands 2002. Diplóma gráða í fötlunarfræðum frá Háskóla Íslands 2006. Kandídatsnám í sálfræði síðan 2008, fyrirhuguð námslok í lok árs 2010.

STÖRF
Stuðningsfulltrúi í Gylfaflöt dagþjónustu fyrir fötluð ungmenni í sumarafleysingu 2009. Stuðningsfulltrúi á öldrunarheimili á Lokalcenter Skelager í Árósum í sumarafleysingu 2008. Forstöðumaður sambýlis hjá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík (SSR) 2004-2007. Deildarstjóri sama sambýlis 2003-2004. Stuðningsfulltrúi á sama sambýli 1999-2002. Starfsmaður á Kleppi 2003 í stuttan tíma. Ýmis sumarstörf samhliða námi m.a. garðyrkja, afgreiðslustörf í bakaríi, fiskvinnsla og blaðaútburður.

FÉLAGSSTÖRF
Varaformaður Landssambands framsóknarkvenna 2009-2011 (hef stigið til hliðar tímabundið vegna framboðs til stjórnlagaþings). Siðanefnd Framsóknarflokksins 2009-2010. Varamaður í nefnd um erlenda fjárfestingu síðan 2009. Áheyrnarfulltrúi í fjölskyldunefnd í Mosfellsbæ fyrir Íbúahreyfinguna síðan haust 2010. Í miðstjórn Framsóknarflokksins síðan 2006 (hef stigið til hliðar tímabundið vegna framboðs til stjórnlagaþings). Aðalmaður í fjölskyldunefnd í Mosfellsbæ fyrir Framsóknarflokkinn 2006-2007. Anima skemmtinefnd sálfræðinema 1999-2000.

Hef skrifað pistla og greinar um samfélagsmál í ýmis blöð.

AÐEINS UM MIG
Ég hef mikinn áhuga á manneskjunni og samfélaginu í sínni víðustu mynd. Á mörg áhugamál meðal annars hestamennsku, ferðalög, útiveru, líkamsrækt, samverustundir með fjölskyldu og vinum, að borða góðan mat og njóta hvers andartaks í lífinu.
Ég ferðaðist um Kína, Tíbet, Nepal, og Tæland í þrjá og hálfan mánuð haustið 2002.
Ég dvaldi í Árósum í Danmörku frá 2007-2009 við framhaldsnám í sálfræði.

FJÁRHAGSLEGIR HAGSMUNIR OG TRÚNAÐARSTÖRF

1. Launuð stjórnarseta í einkareknum eða opinberum félögum. Staða og félag skulu skráð.
  • Engin
2. Launað starf eða verkefni. Starfsheiti og nafn vinnuveitanda/verkkaupa skulu skráð.
  • Varamaður í nefnd um erlenda fjárfestingu. Hef setið einn fund.
3. Starfsemi sem unnin er samhliða starfi og er tekjumyndandi fyrir hann eða félag sem hann á sjálfur eða er meðeigandi í. Skráð er tegund starfsemi.
  • Engin
4. Fjárframlag eða annar fjárhagslegur stuðningur frá innlendum og erlendum lögaðilum og einstaklingum, þ.á.m. stuðningur í formi skrifstofuaðstöðu eða hliðstæðrar þjónustu. Enn fremur er skráður fjárhagslegur stuðningur í formi afsláttar af markaðsverði og annars konar ívilnunar að verðgildi meira en 50 þús. krónur sem ætla má að sé veittur vegna framboðs til stjórnlagaþings. Skráð er hver veitir stuðninginn og hvers eðlis hann er.
  • Engin
5. Gjöf frá innlendum og erlendum lögaðilum og einstaklingum þegar áætla verður verðmæti hennar yfir 50 þús. krónum og ætla má að gjöfin sé veitt út af framboði til stjórnlagaþings. Skrá skal nafn þess sem gefur, tilefni gjafar, hvers kyns hún er og hvenær hún er látin í té.
  • Engar
6. Ferðir og heimsóknir innan lands og utan sem geta tengst setu framboði til stjórnlagaþings. Skrá skal hver stóð undir útgjöldum ferðar, tímabil hennar ásamt nafni áfangastaða.
  • Engar
7. Eftirgjöf eftirstöðva skulda og ívilnandi breytingar á skilmálum samnings við lánardrottinn. Skrá skal lánardrottinn og eðli samningsins.
  • Engar
8. Fasteign, sem er að einum þriðja eða meira í eigu frambjóðanda eða félags sem hann á fjórðungshlut í eða meira, annað en húsnæði til eigin nota fyrir frambjóðanda og fjölskyldu hans og lóðarréttindi undir slíkt húsnæði. Skráð er heiti landareignar og staðsetning fasteignar.
  • Engar
9. Heiti félags, sparisjóðs eða sjálfseignarstofnunar í atvinnurekstri, sem frambjóðandi á hlut í sem fer yfir einhver eftirtalinna viðmiða:
a. Verðmæti hlutar nemur að markaðsvirði meira en einni milljón króna miðað við 31. desember ár hvert.
b. Hlutur nemur 1% eða meira í félagi, sparisjóði eða sjálfseignarstofnun þar sem eignir í árslok eru 230 millj.kr. eða meira eða rekstrartekjur 460 millj. kr. eða meira.
c. Hlutur nemur 25% eða meira af hlutafé eða stofnfé félags, sparisjóðs eða sjálfseignarstofnunar.
  • Engar
10. Samkomulag við fyrrverandi vinnuveitanda sem er fjárhagslegs eðlis, þar á meðal samkomulag um orlof, launalaust leyfi, áframhaldandi launagreiðslur eða fríðindi, lífeyrisréttindi og ámóta meðan setið er á stjórnlagaþingi. Skrá skal gerð samkomulags og nafn vinnuveitanda.
  • Ekkert
11. Samkomulag um ráðningu við framtíðarvinnuveitanda, óháð því að ráðningin taki fyrst gildi eftir að frambjóðandi hverfur af stjórnlagaþingi. Skrá skal gerð samkomulags og nafn vinnuveitanda.
  • Ekkert
12. Skrá skal upplýsingar um stjórnarsetu og önnur trúnaðarstörf fyrir hagsmunasamtök, opinberar stofnanir, sveitarfélög og stjórnmálaflokka óháð því hvort þessi störf eru launuð. Skrá skal nafn félags, hagsmunasamtaka, stofnunar eða sveitarfélags og eðli trúnaðarstarfs.
  • Sit sem áheyrnarfulltrúi í fjölskyldunefnd í Mosfellsbæ fyrir Íbúahreyfinguna í Mosfellsbæ.
  • Sit í miðstjórn Framsóknarflokksins (hef stigið til hliðar tímabundið vegna framboðs til stjórnlagaþings).
  • Er varaformaður Landssambands framsóknarkvenna (hef stigið til hliðar tímabundið vegna framboðs til stjórnlagaþings).
  • Sit í Siðanefnd Framsóknarflokksins.

Hægt er að hafa samband við mig með því að senda tölvupóst á kristbjorgthoris@simnet.is með ábendingar og fyrirspurnir.
Vefsíður:
http://www.kristbjorg.wordpress.com

Facebook síða framboðsins

 


mbl.is Nafnalisti frambjóðenda birtur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://utanthingsstjorn.is/ (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband