Laugardagur, 30. október 2010
Íslenska þjóðin þarf að rísa upp og standa sameiginlega vörð um landið og samfélag okkar!
Minning um rányrkju/Social genocide/Memorias del saqueo
Myndin fjallar um hrunið í Argentínu og eftirmála þess. Þjóðin missti auðlindir sínar í hendurnar á hrægömmum og mörg helstu fyrirtækin voru einkavædd. Spilltir stjórnmálamenn tóku þátt í því að færa auðvaldi aðgang að fjöreggjum þjóðarinnar á sama tíma og almúginn var látinn lepja dauðann úr skel, án átvinnu, hungraður og að sligast undan gífurlegri skuldabyrði. Aðkoma AGS varð þjóðinni til hörmungar.
Þessi mynd vakti mig verulega til umhugsunar.
Það er óþægilegt að sjá í myndinni argentínskan almenning reyna að sporna við þróuninni með því að berja í potta og pönnur og mótmæla. Sýn sem er okkur því miður ekki ókunn. Mótmæli sem enduðu í dauðsföllum og blóði.
Í Argentínu var millistéttin nánast þurrkuð út sem er því miður það sem gæti gerst hér verði ekki gripið til róttækra aðgerða.
Hvernig stendur á því að í löndum sem eru svona rík af auðlindum og allir eiga að geta haft það gott þarf græðgin ætíð að fara algerlega úr böndunum? Hvers vegna er það brot af þjóðunum sem eiga nánast allar eignirnar og eru hvergi nærri mettar? Hvenær verður slíkur hópur saddur og tilbúinn til þess að deila sameiginlegum auðlindum þjóða með heildinni? Hvers vegna standa ekki allir stjórnmálamenn með þjóð sinni?
Við VERÐUM að standa öll saman til þess að við lendum ekki í svipuðum sporum og Argentína. Við MEGUM EKKI missa okkar helstu fjöregg úr höndunum fyrir skammtímareddingar eins og að selja djásnin okkar á spottprís og láta spillta elítu sem talar tungum alþjóðaauðvaldsins arðræna okkur og börnin okkar.
Við höfum nú þegar fengið óbragðið af þessu þar sem það munaði mjóu að yfir okkur yrði hellt Icesave einkaskuldum sem hefðu kostað okkur 40 milljarða á ári, aðeins í vexti. Það ætluðu ríkisstjórnarflokkarnir að bjóða þjóðinni sinni.
Valdið er hjá okkur. Við þurfum einungis að standa saman að sameiginlegum hagsmunum okkar allra.
Íslensk þjóð rísi upp áður en það verður of seint!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:39 | Facebook
Athugasemdir
Mætum á Austurvöll á mánudag, knýjum Jóhönnu til að efna loforðið,
FRJÁLSAR HANDFÆRA VEIÐAR, sem leysa fátækrar og atvinnu vanda okkar!
Aðalsteinn Agnarsson, 30.10.2010 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.