Samvinna til réttlætis fyrir heimilin og fyrirtækin

Nú verður fólk að vinna saman að því að ná fram réttlæti til handa heimilunum og fyrirtækjunum í landinu.

Það er löngu tímabært að leiðrétt verði fyrir forsendubrestinum.

Það átti strax að grípa til þessara aðgerða á meðan bankarnir voru í ríkiseigu og lánin höfðu verið færð á milli gömlu og nýju bankanna með stórfelldum afslætti.

Það er magnað að sama rispaða platan og fór í gang vorið 2009 skuli enn vera í spilun um það að þessi leið sé of dýr og ófær. Þá var hlustað en ekkert gert og síðan þá hefur staða heimilanna og fyrirtækjanna versnað margfalt.

Sú stefna stjórnvalda að aðstoða alls ekki neinn nema þá sem eru í sárustu neyðinni hefur þversnúist í höndunum á þeim og leitt til þess að fæstir nema þeir sem glæfralegast fóru hafa fengið hjálp.

Á sama tíma eru bankarnir að skila methagnaði enda að rukka stökkbreytt lán sem þeir fengu á tombóluprís upp í topp.

Lífeyrissjóðirnir fengu 33 milljarða afslátt af íbúðabréfum hjá Seðlabankanum. Eignir sömu lífeyrissjóða hafa hækkað um 200 milljarða frá 2008 vegna verðbóta. Sjóðirnir hafa tapað 6-800 milljörðum vegna glæfralegra fjárfestinga en veigra sér nú við þeim 75 milljarða kostnaði sem þeir þyrftu að bera vegna leiðréttinga húsnæðislána.

Ég er ánægð með þessa góðu samvinnu Hreyfingarinnar og Framsóknar um þetta mikla réttlætismál og vona að þessi vinna skili árangri fyrir þjóðina.


mbl.is Þingmenn óska eftir fundi með ráðherrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband