Ég vil vinna svona

Ég hef ákveðna sýn á það hvernig samfélagi ég vil búa í og um sumt sem eigi að vera í nýrri stjórnarskrá en gerð hennar er risastórt samvinnuverkefni þar sem mikilvægt er að sýn hvers og eins nái að koma fram og niðurstaðan verði góð stjórnarskrá fyrir alla þjóðina sem staðið getur tímans tönn.

Ég tel mikilvægt að takast á við verkefnið með opnum huga, jákvæðni og metnaði að leiðarljósi.

Aðrir hafa sagt um mig að ég sé rökvís, fylgin mér og hafi vilja og getu til að ná fram lausnum. Einnig hefur verið sagt um mig að ég hafi þá eiginlega sem hafi vantað svolítið á Íslandi sem eru þau að færa rök fyrir máli mínu og afstöðu til hlutanna en geta leyft öðrum að vera ósammála, hlusta á hvað þeir hafa að segja, rök þeirra og geta svo komist að niðurstöðu í framhaldi af því.

Ég mun skoða sérstaklega niðurstöður þjóðfundar og tel grundvallaratriði að hafa þá sýn sem þar kom fram að leiðarljósi þar sem niðurstaða þjóðfundar ætti að endurspegla skoðun hins almenna Íslendings.

Ég mun leggja áherslu á að kynna mér skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, skýrslu þingmannanefndar, stjórnarskrár annarra ríkja og önnur viðeigandi gögn til þess að byggja vinnu mína á.

Ég tel mikilvægt að hlusta á rök annarra með og á móti í hverju máli og umræðan verði rökræn og góð.

Ég tel áhugavert að skoða leiðir sem opnað gætu möguleika almennings að þeirri vinnu sem fram fer á stjórnlagaþingi. Til dæmis einhvers konar skuggaþing, vefsíðu þar sem geta verið spjallrásir, hægt að senda inn ábendingar og opna fundi.

Ég hef mikla trú á því að þegar fjöldi hugsandi fólks komi saman gerist kraftaverk!

Ég heiti því að leggja mig alla fram í þeirri miklu vinnu sem framundan er á stjórnlagaþingi, gera eins vel og ég get og vinna í þágu hagsmuna heildarinnar, komandi kynslóða og landsins okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband