Fagna framtaki Rúv

Ég fagna þessu framtaki hjá Rúv.

Rúv stóð vel að þessu. Það var notalegt að koma, vel tekið á móti manni og afar faglega staðið að framkvæmdinni að mínu mati.

Það er mjög mikilvægt að kjósendur fái öll möguleg tækifæri til þess að kynna sér frambjóðendur til stjórnlagaþings. Helst hefði maður viljað að enn væri mánuður til kosninga því nú er áhuginn að kvikna og fólk farið að kynna sig og kynna sér frambjóðendur að meira marki.

Við þurfum að hafa í huga að framkvæmd og undirbúningur þessara kosninga er ekki gallalaus. Í stað þess að festast í neikvæðni þá skulum við heldur horfa til þess sem jákvætt er og vel gert en punkta hjá okkur hvað það er sem við getum lært af þessu þar sem vonandi munum við sjá persónukjör í nánustu framtíð. Það er mikið fagnaðarefni að yfir 500 einstaklingar skuli bjóða sig fram til þess að ráðast í þetta sögulega verkefni og ljóst að af hlaðborði af fjölbreytilegum og frambærilegum frambjóðendum er að velja.

Einnig erum við mörg að feta okkur áfram í kosningabaráttu þar sem ekki er um neitt eða nánast ekkert fjármagn að ræða og finna leiðir til þess að koma okkur á framfæri án þess að kosta til fleiri milljónum eins og því miður hefur stundum einkennt prófkjör stjórnmálaflokkanna. Það er mikill munur á kosningabaráttu sem kostar 50 þúsund krónur og 25 milljónir. Ég undra mig á því hvernig geti staðið á því að fólk eyði talsvert meiru í kosningabaráttu til þess að ná inn á þing eða stjórnlagaþing en mögulega væri hægt að vinna sér inn með launum fyrir sama starf. 

Ég myndi vilja sjá endurskoðun á lögum um styrki til stjórnmálaflokka m.a. varðandi gagnsæi og að það auglýsingaflóð sem fer af stað fyrir kosningar verði stöðvað en í stað þess verði vandlega úthugsað og undirbúið hvernig hið opinbera getur komið að kynningu á frambjóðendum þar sem allir sitja við sama borð. Þannig held ég að kosningabaráttan verði einnig byggð á málefnum en ekki ímynd sem stundum ansi lítið er á bakvið.

Ég mun setja inn tengil hér á viðtalið sem birtist við mig :) um leið og það er komið!

Hér getur þú kynnt þér framboð mitt

Hér getur þú kíkt á mig á Facebook

Hér getur þú staðfest mætingu á kjördag að kjósa mig :)

 

Eigðu gott kvöld Smile

Kristbjörg Þórisdóttir frambjóðandi nr. 6582

 


mbl.is Talað var við nærri 500 frambjóðendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Núverandi stjórnarskrá tryggir að þjóðin fái ALLTAF að kjósa, í ÞREMUR tilfellum:

1. Ef forseti neitar að staðfesta lög

2. EF STENDUR TIL AÐ BREYTA ÞJÓÐKIRKJUNNI

3. Ef alþingi vill láta reka forsetan.

Séu lög um þjóðkirkju numin í burtu, er um leið verið að nema brott lög um að þjóðin fái að velja sjálf sinn eigin sið. Það er vanvirðing við íslensku þjóðina, lýðræðishefðina og Vestræna Menningu í heild sinni.

Það var einmitt lítil grein um þetta nýlega í Bókatíðinudum 2010 í tilefni af nýrri útgáfu núverandi stjórnarskrárinnar sem til sölu eru í bókabúðum. Ráðlegg öllum að fá sér eintak. Það á enginn erindi að kjósa um breytingar á stjórnarskrá sem hann hefur ekki nennt að lesa og kynna sér, og ég vara alla við að láta hræðsluáróður frá ólýðræðislegum besserwisserum hafa áhrif á val sitt.
Sjálfur er  ég aðskilnaðarsinni, en umfram allt lýðræðissinni, sem virði ekki þá sem bjóða sig fram til að troða einkasannfæringu sinni upp á almenning og vanvirða lýðræðið og þjóðina. 

Jónas (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband