Ríkisstjórn í vanda

Það er ljóst mál að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinar græns framboðs hafa átt í talsvert miklum vanda og ekki skánaði ástandið í dag.

Þetta tiltekna málefni sem við ályktum um er aðeins eitt af mörgum dæmum þess að segja eitt en gera annað. Engan þarf að undra að ekki ríki mikið traust til þessarar ríkisstjórnar.

Til þess að byggja upp traust þarf að fara þveröfugt að. Fólk þarf að gera það sem það segir og segja það sem það gerir. Þetta hefur Eygló Harðardóttir þingkona og ritari Framsóknar verið óþreytandi við að benda á í þeirri umræðu sem fram fer innan Framsóknar varðandi það að innleiða ný vinnubrögð og byggja upp traust. Það tekur vissulega sinn tíma.

Núverandi ríkisstjórn og sú sem fór þar á undan (Sjálfstæðisflokkur og Samfylking) hafa ítrekað fallið á flestum mikilvægustu prófunum. Þeim hefur ekki tekist að leysa úr bráðavanda heimila og fyrirtækja í landinu. Þau misstu stjórnlagaþingið út í vitleysu og þeim hefur ekki tekist að innleiða þau nýju vinnubrögð sem lærdómurinn af rannsóknarskýrslu Alþingis hefði átt að gefa.

Almannahagur hefur ekki verið hafður í forgangi. Sem dæmi um slíkt má nefna að strax í kjölfar hruns var ráðist í það án þess að hiksta að tryggja allar innistæður upp í topp og mokað fjármagni í það úr sameiginlegum sjóðum landsmanna en á sama tíma þá hefur það staðið endalaust í ríkisstjórninni að leiðrétta lán heimila og fyrirtækja. Hefði ekki verið viturlegra að forgangsraða fjármagni sem er af skornum skammti með því móti að setja þak á innistæðurnar t.d. 15 milljónir og nýta það svigrúm sem þá hefði skapast í aðgerðir sem nýtast almenningi betur? Það hefði einnig verið upplagt að hlusta á tillögur Framsóknar um 20% leiðréttingu sem var hugsuð þannig að sú afskrift sem þegar var orðin um helming hefði verið látin renna áfram að hluta til skuldara þegar lánin voru færð á milli gömlu og nýju bankanna. Ég er viss um að þá væri staða okkar betri í dag.

Eins og bent var á í þessu bloggi þá eiga 4.7% landsmanna meira en helming allra bankainnistæðna og það er einungis það sem gefið er upp en mér segir hugur um að talsvert mikið fjármagn hafi ekki verið gefið upp og sé "falið" víðs vegar og sjáist því ekki í íslenskum skattaframtölum. Einnig virðast ansi margir velefnaðir Íslendingar skyndilega hafa flutt lögheimili sitt til landa eins og Bretlands þrátt fyrir að ekki beri á öðru en þeir séu enn búsettir hér, sennilega vegna skattamála eins og auðlegðarskatta.

Nú er tími til kominn að ríkisstjórnin átti sig á því að það er ekki nóg að fara með falleg orð, semja góða stefnu og lofa fagra Íslandi. Það verða að koma lausnir, ráðast þarf í raunverulegar aðgerðir, hagur almennings en ekki fárra fjármagnseigenda eða útlendinga á að vera í fyrirrúmi og vinnubrögðin í stjórnmálum verða að breytast eigi traust og ró að skapast í íslensku samfélagi.


mbl.is Kynjuð hagstjórn orðin tóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband