Samvinna er bara fyrir bjána?

Af hverju erum við svona eins og við erum?

draft_lens5862862module45691382photo_1247454921argue-wife-200.gifAf hverju eyðum við ómældri orku í deilur, tortryggni, misskilning og til einskis? Við gætum knúið heila hugarorkuvirkjun fyrir þá orku sem fer til spillis við slíka iðju. Hvernig væri að nota hana í samvinnu og uppbyggingu í staðinn?

Hvers vegna getum við ekki bara fundið út hvert er okkar sameiginlega markmið og stefnt í sameiningu á það? Þetta á við í einkalífinu, pólitíkinni, á vinnustöðum og hvar sem fólk er að finna. Hvernig getum við fundið út hvað það er sem sameinar okkur? Af hverju þurfum við að eyða dýrmætri orku í það að berjast hvert við annað og reyna þannig að fullnægja einhverjum lægri markmiðum sem veldur því að við komumst ekki á áfangastað með æðri markmiðin.

Við misskiljum, mistúlkum, oftúlkum, vantreystum, tortryggjum og flækjum lífið alveg út í hið óendanlega. Við hneykslumst á einhverri manneskju og ræðum hana ítrekað við þriðja aðila en okkur dettur seint í hug að ræða málin bara beint við þann sem um var rætt. Þá gæti viðkomandi þó fengið tækifæri til þess að græða rýni til gagns og við yrðum margs vísari.

Við vitum að með samráði og samvinnu er hægt að brúa allt sé fólk tilbúið að hlusta á hvort annað, tjá sig hreinskilnislega og bera virðingu fyrir ólikum skoðunum. httpnabtech_mid_ideascale_mid_com_team_work_mid.jpg

Við vitum að með samvinnu er hægt að kljúfa hið ókleifa.

Hvers vegna situr þjóðin uppi með glataðar góðar hugmyndir eða lausnir sem aldrei fengu flugið af því þær komu ekki úr réttri átt? Þær voru eins og dúfan sem skotin var niður áður en hún náði að koma skilaboðunum á framfæri. Hvernig er hægt að sætta sig við það að öll sú hugarorka sem við búum yfir sé ekki nýtt vegna þess að eitthvað kemur ekki úr réttri átt. Gott dæmi um slíkt slys er hugmynd um skuldaleiðréttingu sem var skotin á færi áður en hún var sett á borðið og skoðuð sem raunhæf lausn. Ég er þess fullviss að staða okkar væri betri í dag hefði sú hugmynd fengið flug. Svona vinnubrögð mega ekki endurtaka sig. Við höfum ekki efni á öðru en vinna saman og vera saman í þeim leiðangri að komast út úr hremmingunum með öllum þeim bestu leiðum sem færar eru. Við höfum ekki efni á því að dæma góðar hugmyndir útaf borðinu af því þær koma ekki úr réttum flokki eða frá réttu fólki. þetta snýst ekki um að ávinna sér völd eða slá pólitískar keilur með bestu hugmyndinni heldur um það að koma samfélaginu á flot.

Samvinna er því ekki bara fyrir bjána. Hún er lykillinn að endurreisn Íslands og betra lífi fyrir hvert og eitt okkar.

Verum samferða að nýju og betra Íslandi!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Því miður býr stór hluti þjóðarinnar við það hlutskipti að eiga varla í sig og á. Þetta fólk lifir í þeim raunheimi að þurfa til dæmis að hafa af börnum sínum ýmislegt, eins og tónlistarnám og íþróttaiðkun, vegna þess að það hefur ekki efni á að fjármagna slíkt. Þetta fólk lifir í þeim raunheimi að vita ekki hvort það mun hafa þak yfir höfuðið að ári liðnu. Þetta fólk hefur fórnað öllu sem fórnað verður, en þó dugir það ekki til. Margt af þessu fólki átti stóran hlut í sinni íbúð fyrir hrun, nú á bankinn alla íbúðina og meira til.

Það er fögur hugsjón að allir séu sammála, jákvæðir og stefni að sama marki. Þegar stór hluti þjóðarinnar hefur það eitt markmið að lifa af mánuðinn, er erfitt að segja því slíkar sögur. Þá er grunnt á tortryggni fólks og tortryggni leiðir oft til miskilnings, sem aftur leiðir til leiðinda og deilna.

Það sem stjórnmálamenn á Íslandi verða að fara að skilja er sú graf alvarlega staða sem margar fjöldskyldur lifa við. Því miður hefur núverandi stjórn alveg gleymt þessu og stjórnarandstaðan virðist of upptekin líka til að sjá þetta. Ef ekkert verður að gert hið fyrsta mun illa fara, mun verr en við höfum áður séð.

Gunnar Heiðarsson, 28.3.2011 kl. 03:55

2 identicon

Góður pistill Kristbjörg. Og samvinnan er málið til að komast upp úr fátækt og erfileikum samfélagsins. Þetta er hárrétt hjá þér Gunnar það sem þú skrifar. Nú verða menn og konur að brett upp ermar, ef það er ekki gert núna fer illa. Við erum á seinustu metrunum.

Þórey A. Mattthíasdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 07:49

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Góður pistill, fæ að deila honum

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 30.3.2011 kl. 06:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband