Þriðjudagur, 29. nóvember 2011
Uppskrift að góðum jólum
Nú er desember rétt handan við hornið, aðventan komin í hús og þá er ekki úr vegi að baka aðeins.
Ég er nú búin að baka mín vandræði en ekki ennþá smákökur en ætla hér að gefa ykkur uppskrift að góðum jólum!
Uppskrift að góðum jólum
Þessi uppskrift krefst smá undirbúnings en er að öðru leyti einföld og þægileg í framkvæmd. Allir sem ætla að halda jólahátíðina saman koma með gott hráefni, taka þátt í matreiðslunni og njóta afrakstursins.
320 g. tími, næði og ró
140 g. umhyggja fyrir náunganum
2. msk. ást
dass af kæruleysi
4 dl. hlýja
40 g. virðing
2 dl. húmor
2. dl. vinátta
3 msk. fyrirgefning
4 msk. traust
Slatti af hrósi
3 dl. þakklæti
Og fleira eftir þörfum hvers og eins
AÐFERÐ
Hrærið varlega saman tíma, ró, næði, kærleik og gleði, umhyggju, ást og dassi af kæruleysi. Bætið svo út í hlýju, virðingu, húmor og vináttu. Bræðið fyrirgefningu og hellið varlega saman við. Þar á eftir bætið þið við 4 msk. trausti og slatta af hrósi. Bakist við 200 gráður í miðjum ofni í 40 mín. Endið svo á því að þekja kökuna með þakklæti og öðrum hráefnum að eigin vali yfir. Njótið frá fyrsta í aðventu og fram yfir þrettándann.Berið fram með bros á vor og hátíð í hjarta. Verði ykkur að góðu.
Megið þið eiga gleðilega hátið og njóta ljóss og friðar
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.11.2011 kl. 00:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.