Þú skiptir máli

Clockwork Þú ert hluti af heildinni og sérhver mannvera hefur sitt hlutverk í heildinni. Engir tveir eru eins. Til að skapa fullkomna heild, þarf marga ólíka einstaklinga. Hefur þú nokkurn tímann séð klukku sem hefur verið tekin í sundur? Klukkan er búin til úr mörgum ólíkum hlutum. Þegar þú sérð þá liggja fyrir framan þig, undrast þú hvernig þeir geti nokkurn tímann orðið aftur að fullkominni klukku. En, þegar hver hlutur er settur á sinn rétta stað, kemst þú að raun um að ekki er nóg með að hún gangi, heldur gefur hún upp nákvæmlega réttan tíma. Svo lengi sem sérhver smáhlutur er á sínum rétta stað, í sínu hlutverki, gengur allt vel. Þegar þú hefur fundið þitt hlutverk og þinn stað leggðu þá allt þitt besta að mörkum.
(byggt á texta úr bókinni Ég er innra með þér eftir Eileen Caddy)
 
Ég rakst á þennan texta og mér finnst hann ansi góður. Ekki síst á þeim tímum sem við lifum í dag. Hvert og eitt okkar þarf að leggja sitt af mörkum í úraverki lífsins en hlutverk okkar eru ólík.
 
Hvert og eitt okkar getur breytt heiminum. Valdið er þitt. Þú getur haft áhrif hvar sem þig ber niður, hvort sem það er í stjórnmálum, að því að gera heiminn að betri stað, í því að gleðja einhvern sem á um sárt að binda eða hvar sem er. Þitt er valið og þitt er valdið. Notaðu það vel og mundu að auðvelda leiðin er ekki alltaf sú besta. Hjarðhegðun í pólitík er t.d. eitthvað sem getur verið þægilegt í augnablikinu en þú gætir séð eftir því síðar að hafa elt rangan sauð með ranga ákvörðun notir þú ekki toppstykkið vel til að taka eigin ákvörðun og standa með henni.
 
Að lokum:
„Hamingjan er hér og nú". Þetta er setning sem við eigum að endurtaka á hverjum degi. Augnablikið kemur aldrei aftur. Því eigum við ekki að fresta því að njóta tilverunnar - hér og nú.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband