Tímanna tákn

Þessi umræða er af hinu góða. Það er tímabært að staldra við og velta vöngum yfir því í hvaða fasa stjórnmálin og umræðan eru komin.

Þegar öll orkan er farin að fara í það að skrifa sem snjallasta færslu til þess að ata pólitíska andstæðinga auri á persónulegum nótum þá er tímabært að bregðast við.

Blogg og heimasíður hvers konar eru að breyta formi samfélagsumræðunnar. Menn ganga lengra að mínu mati þegar þeir sitja á bakvið tölvuskjá og jafnvel undir dulnefni. Hefði sú umdeilda færsla sem eflaust hefur orðið kveikjan að þessari umræðu verið flutt í púlti fyrir opnum tjöldum? Ég efast um það.

Það er erfiðast fyrir menn þegar vegið er að kjarna þeirra sem persóna. Ég held að það sé ágætt að velta því fyrir sér hvort maður vildi sjálfur sjá slík skrif um sig eða sína fjölskyldu áður en slíkt er sett fram á veraldarvef.

Annað er að gagnrýna þau verk sem menn vinna en þá er mikilvægt að gagnrýnin eigi rétt á sér og hún sé uppbyggileg. Það þarf að velta því fyrir sér hvaða tilgangi hún skilar.

Ég vona að menn eyði meiri orku í það að horfa fram á við og vinna öll þau fjölmörgu verkefni sem eru óunnin í stað þess að vera sífellt að stinga spjótum í hvern annan og á meðan liggja góðar hugsjónir jafnvel ofan í skúffum. Kjörnir fulltrúar eru kosnir til þess að vinna í umboði kjósenda og vinna að þeim stefnumálum sem sett voru fram. Ekki til þess að vera sífellt í innbyrðis og útbyrðis bardögum. Slíkt skilar engu nema fjölmiðlum og öðrum nægum bitum að smjatta á og ekki eykur það líkur á góðri samvinnu á milli flokka og innan flokka.

 


mbl.is Vilja kurteisi við andstæðinginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband