Mánudagur, 3. mars 2008
Hvers vegna sækjast konur eftir sætum neðar á lista?
Þessi spurning leitaði á mig eftir að lesa niðurstöðu Ásdísar.
Hvað veldur því að konur sækjast eftir sætum neðar á framboðslistunum í kosningum og draga því úr líkum sínum á því að ná inn á Alþingi? Þetta veldur því að konur eru aðeins þriðjungur þingmanna en ættu í raun að vera um helmingur til þess að jafnrétti ríki á Alþingi. Á meðan staðan er svona þá tel ég að jafnrétti kynjanna náist ekki til fulls. Það er mikilvægt að þingmenn á Alþingi séu sem besti þverskurðurinn af íslensku samfélagi.
Þá á ég ekki við kynjakvóta því ég tel ekki gott að einstaklingur komist að vegna kvóta. Það er mikilvægt að vinna sér sæti á eigin verðleikum og því sem hver einstaklingur hefur fram að færa. Við eigum jafn mikið af frambærilegum konum og körlum. Á því leikur enginn vafi. Ég man eftir því að hafa heyrt umræðu og rannsókn um það að þau fyrirtæki sem hafa jöfn kynjahlutföll í stjórnum sínum skili betri arði og það sama gildir á Alþingi.
Hvað er það þá sem stoppar konur af í því að berjast um efstu sætin í prófkjörum? Er það álagið sem fylgir kosningabaráttunni eða er það starfið sem fylgir í kjölfarið? Störf þingmanna eru gríðarlega annasöm og miðað við þann vinnutíma sem hefur viðgengist þar þá er ákaflega erfitt að samræma slíkt eðlilegu fjölskyldulífi. Þetta þarf að skoða. Eftir höfðinu dansa limirnir. Ef við ætlum að ná fram jafnvægi á milli einkalífs og atvinnulífs almennt og rækta fjölskylduna þá þarf slíkt að vera mögulegt á Alþingi líka. Það er einnig merkilegt í ljósi þess hversu langt við eigum að vera komin í jafnréttismálum að það ófjölskylduvæna starfsumhverfi sem Alþingi býður upp á skuli frekar fæla konur frá en karla? Við framsóknarmenn náðum fram miklum áfanga með feðraorlofinu en enn virðast þó barneignir hafa ríkjandi áhrif á starfsval og atvinnu kvenna fremur en karla. Á þessu eru þó undantekningar.
Ég er ánægð með þau verkefni og þá umræðu sem uppi er núna til þess að hvetja konur áfram í valdastöður. Ekki veitir af.
Siv Friðleifsdóttir þingmaður okkar framsóknarmanna var einmitt fyrsti flutningsmaður að frumvarpi um aðgerðir til þess að auka hlut kvenna í sveitarstjórnum sem lagt var fram 4. okt á síðasta hausti og er núna í vinnslu í þinginu http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=135&mnr=34
Það er gott skref í rétta átt.
Verkefni um árangur kvenna í prófkjörum fær styrk FS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.