Gott hjá BJÖRK

Mikið var ég ánægð að sjá það að hún Björk skyldi hafa kjark til þess að mótmæla því hvernig Kínverjar hafa farið með og fara með Tíbeta.

Hún hefur kjarkinn til þess að rjúfa þá óþægilegu þögn sem þessi fíll í postulínsstofunni skapar. Enginn virðist þora að styggja hann.

Ég vona að fleiri fari að hennar fordæmi og bendi á þessi grimmu mannréttindabrot í stað þess að horfa framhjá þeim eins og flestallir gera því miður.

Það er ólýsanlega sorglegt að upplifa það hvernig Tíbetar hafa þurft að leggjast í útlegð innan og utan eigin lands og sjá hvernig Kínverjar eru smám saman að valta yfir þá.

Þessi upplifun er ansi sterk þegar maður stendur á þaki Potala Palace hallar Dalai Lama, bókstaflega á þaki heimsins í hæstu höfuðborg heims, Lhasa og sér þar Tíbetana biðja á sinn fagra friðsama hátt umkringda kínverskum vörðum.


mbl.is Yfirlýsing frá Björk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband