Hefur þú hrósað nóg í dag?

Það er ein undirstaða góðra samskipta að vera duglegur að hrósa öðrum.

Linda, vinkona mín kom með gott ráð um daginn hvað þetta varðar.

Taktu þrjá (eða fleiri) litla bréfmiða og krumpaðu þá saman (þú getur líka notað hvað sem er annað). Settu þá í annan vasann. Þegar þú hrósar einhverjum færðu þá einn bréfboltann í hinn vasann. Ef litlu bréfboltarnir eru enn í vasanum að deginum loknum þá sér maður vel að maður þarf að taka sig á í hrósinu. Ef þeir eru allir komnir yfir í seinni vasann þá er maður að standa sig vel. Í hvert skipti sem maður ætlar að sækja eitthvað í vasann þá finnur maður fyrir miðunum og man þá eftir því hvað þetta þýðir.

Svo skiptir auðvitað miklu máli að vera duglegur að hrósa sjálfum sér því maður er það sem maður hugsar...

cat-lion


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Frábær hugmynd.....spurning um að setja nokkra auka miða í vasann svo maður gleymi ekki að hrósa sjálfum sér líka 

Berta María Hreinsdóttir, 6.3.2008 kl. 13:16

2 identicon

Æðislegt, ætla að byrja á þessu. Hrósa þér fyrir þessa færslu elskan:)

Erla (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 21:16

3 identicon

..já mér finnst þetta algjör snilld.

 kv.Linda

Linda (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband