Gott hjá SUS

Mikið er ég ánægð með SUS-ara núna. Þeir fá stórt hrós fyrir skýra afstöðu í þessu máli!

Ég vonast til þess að sjá álíka ályktanir frá hinum ungliðahreyfingunum á næstu dögum og öðrum félögum og samtökum.

Það er til háborinnar skammar og hræsni að ólympíueldurinn eigi að fara í gegnum Tíbet.

Mér þykir það einnig áhugavert að gríðarleg þáttaka hefur verið í mótmælum bílstjóra gegn háu eldsneytisverði að undanförnu og virðist það vera að bera árangur. Gott mál með þessi mótmæli en...

Hvernig væri nú að sýna sömu samstöðu í máli sem snertir okkur öll á mun dýpri hátt en hvað eldsneytið okkar kostar.

Máli sem snýst um mannslíf, máli sem snýst um kúgun, máli sem snýst um að vernda menningu sem á sér enga líka, máli sem snýst um það að við eigum að standa saman á þessari jörð gegn kúgun og mannréttindabrotum og stuðla að FRELSI félaga okkar Tíbeta og sýna kínverska drekanum að við munum ekki lengur loka augunum og horfa í hina áttina og sjá aðeins það sem þeir vilja að við sjáum.

 


mbl.is Hvetja ráðamenn til að sniðganga Ólympíuleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband