Þorgerður Katrín og Ólafur Ragnar eiga að láta að sér kveða varðandi ÓL í Peking

Þau ættu að hunsa opnunarhátíðina eins og aðrir pólitískir fulltrúar. Þrátt fyrir að Þorgerður sé boðin af íþróttahreyfingunni þá er hún að fara þangað sem menntamálaráðherra en ekki íþróttamaður.

Nú er tækifærið fyrir hina ágætu leiðtoga og stjórnmálamenn að láta að sér kveða svo eftir verði tekið!

Sýna fram á það að við Íslendingar metum mannréttindi ofar öllu öðru. Það er á engan hátt og verður aldrei forsvaranlegt að íslensk stjórnvöld mæti á opnunarhátíð ólympíuleikanna hjá kínverskum stjórnvöldum sem virða ekki mannréttindi og hafa gerst sek um menningarlegt þjóðarmorð á Tíbetum.

Ef þau mæta þá þykja mér þau sýna hræsni og meta eigin hagsmuni framar mannréttindum og það er ekki gott að hafa slíkt fólk í leiðtogahlutverkum.

Ég veit ekki alveg hvað Þorgerður átti við með að "strjúka" Kínverjum en sama hvað hún ætlar sér að gera með Kínverjum þá er hún ekki að gera það á réttum forsendum þegar henni er fullkunnugt um stöðu mannréttindamála í Kína og stöðuna í Tíbet.

Þykir þessu ágæta fólki ekkert undarlegt við það að fréttir sem berast frá kínverskum fjölmiðlum skuli vera verulega skekktar og sumar hreinar lygar auk þess sem lokað hefur verið nánast á öll samskipti við Tíbet og mannréttindafulltrúa ekki hleypt þar inn.

Mér þykir þetta vera alveg til skammar að fólk sem kosið er sem leiðtogar þjóðfélags okkar skuli ekki sýna meiri kjark en raun ber vitni og sýna slíka grunnhyggni og eiginhagsmunasemi að manni sumblar hreinlega. Þau ættu að skammast sín!


mbl.is Óljóst hvort forseti Íslands mætir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband