Sunnudagur, 13. apríl 2008
Trúir einhver slíkum áróðri?
Það vona ég svo sannarlega ekki.
Halda kínversk stjórnvöld virkilega að heimsbyggðin kaupi jafn fáránlegan fréttaflutning á sama tíma og þeir hleypa hvorki fréttamönnum né mannréttindafulltrúum inn í Tíbet.
Það er algjörlega andstætt öllu því sem Tíbetar lifa fyrir og búddatrúnni að beita ofbeldi og má segja að í raun hafi það frekar háð Tíbetum en hitt hversu sannir þeir eru trú sinni og friði enda er þetta ákaflega merkileg og sérstök þjóð. Háð þeim á þann hátt að uppreisnir þeirra og frelsisbarátta hefur verið barin niður af slíku ofurefli kínverskra stjórnvalda að þeir hafa aldrei átt möguleika.
Án utanaðkomandi hjálpar.
Nú er tækifæri heimsbyggðarinnar til þess að snúa þeirri þróun við og nota til þess þá pressu sem ólympíuleikarnir skapa.
Ég vildi óska þess að ég gæti séð SANNAR fréttir af því sem er að gerast í Tíbet. En það mun ég sennilega aldrei fá tækifæri til þess að sjá nema þá löngu síðar í sögubókum. Það er hræðilegt.
Ég held að kínversk stjórnvöld ættu að leyfa fréttamönnum að fara inn í Tíbet og miðla fréttum þaðan í stað þess að senda út heimatilbúna lygi. Staðreyndin er hins vegar sú að kínversk stjórnvöld vita að þegar sú æð myndi opnast þá fyrst væru þeir í alvarlegum vandræðum með augu allrar heimsbyggðarinnar á sér. Þeir nota því þessa fáránlegu smjörklípuaðferð til þess að reyna að halda öðru í umræðunni. Jafn fáránlegt og það er að væna heittrúaða munka um hryðjuverk!
Ég sá einmitt viðtal við kínverska stúlku hér í stjónvarpinu sem er í námi hérna í Danmörku og það var sorglegt hversu illa uppfrædd stúlkan var um sína eigin þjóð. Hún hafði greinilega drukkið heimatilbúinn áróður heimalands síns með móðurmjólkinni og gerði sér enga grein fyrir hversu margar staðreyndavillur hún fór með m.a. um Tíbet. Svo mikið var það að það jaðraði við heilaþvott.
Svei þeim og það versta er að íslensk stjórnvöld láta þessar staðreyndir nánast engin áhrif á sig hafa og keppast um að boða komu sína á ÓL. Þessir sömu stjórnmálamenn munu eflaust iðrast þess síðar.
Tíbetskir munkar handteknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heyr heyr !!!
Aðalheiður Þórisdóttir, 13.4.2008 kl. 17:53
Kristbjörg, er þett eitthvað spurning um hverju við trúum? Hvað vitum við svo sem um þetta lokaða land? Hvað vitum við um þessa rauðklæddu munka?
Er útilokað að einhverjir þeirra hafi gefist upp á "diskutera" málin og vilji núna láta vopnin tala? Taki sér Al-Qaeda til fyrirmyndar, án vitundar hins friðsama Dalai Lama?
Mér finnst svolítið fljótfærnislegt að dæma Kínverja fyrir mannréttindabrot undir einhverjum kringustæðum sem við þekkjum ekki nema af mjög óljósum og einsleitum fréttaflutningi.
Sigurður Rósant, 14.4.2008 kl. 09:07
Þú ert ótrúleg. Þú segir "Ég sá einmitt viðtal við kínverska stúlku hér í stjónvarpinu (sic) sem er í námi hérna í Danmörku og það var sorglegt hversu illa uppfrædd stúlkan var um sína eigin þjóð. Hún hafði greinilega drukkið heimatilbúinn áróður heimalands síns með móðurmjólkinni og gerði sér enga grein fyrir hversu margar staðreyndavillur hún fór með m.a. um Tíbet. Svo mikið var það að það jaðraði við heilaþvott." En þú íslendingurinn veist greinilega miklu meira um heimaland þessarar stelpu heldur en þetta skágeygða, heilaþvegna kínverska kvikindi? Alveg ótrúlegur hroki. Getur þú uppfrætt okkur um þær "staðreyndarvillur" sem þessi stúlka fór með? Nú getur svo sem vel verið að hún hafi farið með staðreyndarvillur, um það get ég ekki dæmt þar sem ég veit ekki hvað þú ert að vitna til. Hins vegar veit ég að þú ferð með staðreyndarvillur í þessu bloggi þínu. Þú segir: "Það er algjörlega andstætt öllu því sem Tíbetar lifa fyrir og Búddatrúnni að beita ofbeldi". Segðu mér þá, hverjir voru það sem gripu til vopnaðrar uppreisnar gegn kínverskum stjórnvölum 1958-1959 undir forystu Dalai Lama? Voru það ekki Tíbetar? Er Dalai Lama ekki búddisti? Fékk hann ekki vopn frá CIA til að berjast gegn kínverskum stjórnvöldum og flúði land þegar uppreisnin rann út í sandinn? Eða hefur þú ekkert kynnt þér sögu Tíbet og Kína?
Guðmundur Auðunsson, 14.4.2008 kl. 13:31
Guðmundur Auðunsson þessari athugasemd er beint til þín.
Þú segjir að Dalai Lama hafi leitt vopnaða uppreisn 1958- 1959, hvaðan ert þú að fá þær heimildir. Því það sem ég veit um þetta mál er að Kínversk stjórnvöld hafi uppúr þurru boðið Dalai Lama að koma og sjá Leikverk, með því skilyrði að hann mætti ekki með sitt venjulega "fylgdarlið", sem voru þá lífverðir. Við þessar fréttir urðu margir hræddir um það að Kínverjar ætluðu að gera tilraun til þess að ræna Dalai Lama, eða jafnvel myrða hann.
Það vildu tíbetar ekki líða og mættu í kringum 300 þúsund manns fyrir utan höll Dalai Lama og sáu um það að hann færi hvorki út sjálfviljugur eða annað.
Aðrir hinsvegar gengu enn lengra og mörgum fannst bara komið nóg af ruglinu í kínverjum og Tíbetskir skæruliðar(þjálfaðir af CIA) óháðir skipunum Dalai Lama fóru og hófu vopnaða uppreisn. Kínversk yfirvöld ásökuðu Dalai Lama um allt og sprengdu sprengjur uggnvænlega nálægt höll Dalai Lama. Sem olli því að hann flúði þar sem hann taldi sjálfan sig ekki öruggan lengur þar.
Og að lokum kínverjar eru mjög heilaþvoðir, allt slæmt í þeirra sögu er annaðhvort hoppað yfir í kennslubókum eða réttlætt með því að ýta undir mikið hatur í garð "Illmennanna". Auk þess sem að kínversk stjórnvöld gera allt sem þau geta til þess að réttlæta það að tíbet fái litla sem enga sjálfstjórn, m.a. fengu þeir eina vinsælustu söngkonu kína til að syngja lag um hvað Kína væru góðir við tíbeta að veita þeim alla þessa hjálp þar sem þeir gætu ekki gert neitt sjálfir. ( á mun tillitsamari og væmnari hátt samt sem áður).
Aron Daði (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 18:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.