Undercover in Tibet

Ég hvet alla sem láta sig málefni Tíbet varða alveg eindregið til þess að horfa á þessa mynd.

Hún er kannski ein af fáum leiðum til þess að gera sér einhverja grein fyrir ástandi mála þar núna.

Ástandið er mun verra greinilega en þegar ég var þar 2002 og þá var það samt mjög slæmt og þrátt fyrir að það sé vel falið þá merkti maður greinilega hvernig vökult auga kínverskra hermanna fylgdist með öllu sem fram fór. Það þótti mér einmitt alveg hræðilega sorglegt að fylgjast með munkunum og pílagrímunum að biðja í Potala Palace undir þessu vökula auga sem fylgdi hverri hreyfingu þeirra eftir.

Þessi mynd vakti fram miklar tilfinningar hjá mér og minningar frá veru minni þar og ég ætla bara að segja það eins og er. Ég fór að hágráta.

Staða Tíbeta er farin að minna mig á stöðu indjána í Norður-Ameríku. Þjóð sem hefur verið framið menningarlegt þjóðarmorð á. Þjóð sem lifði í jafnvægi og í miklum tengslum við náttúruna þar til hún varð undirokuð og stýrt af græðgisöflum annarrar þjóðar. Þjóð sem búið er að ræna heimkynnum og landi og með því að öllu hefur verið breytt í anda innrásarþjóðarinnar og svo til málamynda er reynt að troða henni inn í gjörólíkt hlutverk og hún á að virka þannig. Skólakerfin í Bandaríkjunum eru til dæmis þannig að þau eru ekki sniðin að indjánum og því ná þeir ekki að fóta sig í þeim. 

 Það er ekki hægt að breyta heilli þjóð og troða henni inn í menningu og venjur annarrar þjóðar. Það sem gerist er að þjóðarsálin deyr smám saman. Vonin deyr og fólk missir máttinn. Afleiðingar þess að búa stanslaust við ógn og ofríki verða miklir andlegir erfiðelikar og eins og hefur gerst með indjánana að þjóðin missir fótanna og tapar sál sinni. Fer að leita leiða til að flýja eins og í drykkju. Maðurinn er grimmasta rándýrið sem hægt er að hugsa sér og grimmd kínverskra stjórnvalda í garð Tíbeta er skelfileg.

Hér er slóð á myndina.

http://video.google.com/videoplay?docid=7982410976871193492&q=undercover+in+Tibet&total=33&start=0&num=100&so=0&type=search&plindex=0

 


mbl.is Ólympíueldurinn í Tansaníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

frábær færsla - sammála þér - allir ættu að horfa á þessa mynd:)

Birgitta Jónsdóttir, 13.4.2008 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband