Mánudagur, 21. apríl 2008
Stöndum vörð um velferðarþjónustuna
Ég tel það einungis vera tímaspursmál hvenær menn fara að ræða einkavæðingu berum orðum.
Það hefur legið svo lengi í loftinu hjá Sjálfstæðismönnum.
Ég vona svo sannarlega að samstarfsflokkur þeirra í ríkisstjórn Samfylkingin standi þéttan vörð um velferðarkerfið. Ég verð hins vegar að segja að miðað við hversu margt hefur komið manni á óvart á þeim bænum eftir kosningar þá á maður von á öllu.
Það er með engu móti forsvaranlegt að einkavæða heilbrigðiskerfið. Það mun leiða til mismununar á kjörum þeirra sem starfa í velferðarþjónustunni og það mun leiða til gríðarlegrar mismununar hjá landsmönnum á möguleikum þeirra á heilbrigðisþjónustu eftir efnahag. Sagan sýnir það að besta fagfólkið er keypt í einkageirann og kjör þeirra sem starfa og nota almennu þjónustuna snarversna.
Við sem ein ríkasta þjóð heims eigum að geta boðið öllum landsmönnum upp á góða heilbrigðisþjónustu. Við viljum ekki sjá heilbrigðiskerfi eins og er í Bandaríkjunum þar sem fólk greiðir svimandi háar fjárhæðir í tryggingar til þess að geta nýtt heilbrigðisþjónustu eða á annars á hættu að missa allt sitt eða Bretland þar sem fólk greiðir frekar milljón fyrir það að eiga barn á einkasjúkrahúsi heldur en að nýta almenningssjúkrahús. Svo mikill gæðamunur er á þjónustunni og það er alveg ljóst að fæstir hafa efni á slíkum lúxus.
Það er nógu mikil stéttaskipting á Íslandi þó þetta verði ekki enn til þess að auka á hana!
Ekki endilega besta hugmyndin að breyta Landspítala í hlutafélag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.