Ungir sjálfstæðismenn eru greinilega ekki taldir með

Þetta er villandi fyrirsögn. 53% getur varla talist vera meirihluti. SUS Samband ungra sjálfstæðismanna er ekki innan þessarar % þar sem þeir hafa sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu 2. apríl síðastliðinn. Sjá blogg mitt um það http://kristbjorg.blog.is/blog/kristbjorg/entry/494148/

Þorgerður Katrín menntamálaráðherra minntist á það í Silfri Egils síðasta sunnudag að það væri betra að mæta á staðinn en að sitja heima. Það getur vissulega verið rétt hjá henni en hvað ætlar hún að segja? Á milli þess sem hún dáist að stórfenglegri sýningu sem framleidd hefur verið í "stærstu þrælakistu heimsins (Ögmundur Jónasson í sama þætti)" ætlar hún þá að skjóta því að að við Íslendingar séum nú ekkert sérlega hress með mannréttindabrot kínverskra stjórnvalda og þeir þyrftu nú að taka sig á varðandi Tíbet? Ekki það að þeir hefðu kannski átt að gera það fyrir ólympíuleikana eins og þeir lofuðu en úr því þetta er orðið svona reddið þið þessu þá ekki þegar ÓL er afstaðið og augu heimsbyggðarinnar beinast eitthvað annað? Þá munu þeir eflaust fara á fullt að taka á sínum mannréttindamálum. Er það ekki annars?

Sannfærandi?

Þögn er sama og samþykki Þorgerður Katrín.

Innlent | mbl.is | 2.4.2008 | 15:55

Hvetja ráðamenn til að sniðganga Ólympíuleika

Samband ungra sjálfstæðismanna hvetur íslenska stjórnmálamenn  til að sniðganga opnunar- og lokahátíð Ólympíuleikanna sem hefjast í Peking 8. ágúst og sýna með þeim hætti andstöðu íslenskra stjórnvalda við meðferð kínverskra stjórnvalda á þegnum sínum.

„Í Kína ríkir alræðisstjórn sem skeytir litlu um mannréttindi og velferð íbúa sinna. Íbúar Tíbet hafa þurft að þola sérstaklega harða og ógeðfelda meðferð í rúma hálfa öld af hálfu ríkis sem þeir nauðugir hafa verið innlimaðir í. Aðgerðir kínverskra yfirvalda í Tíbet undanfarnar vikur sýna hversu röng ákvörðun það var af hálfu Alþjóðaólympíunefndarinnar að velja Peking sem mótstað leikanna.  Hætta er á að kínversk stjórnvöld noti leikana sem vettvang til að villa enn frekar um fyrir heimsbyggðinni og reyni að sýna fram á glæsileika og veldi alræðisstjórnarinnar, en hylji með Pótemkintjöldum þá gegndarlausu kúgun og harðræði sem beitt er ekki langt frá Ólympíueldinum. Ólympíuleikarnir hafa því miður einmitt verið misnotaðir á sama hátt áður. 

Í anda Ólympíuleikanna er þó sjálfsagt að íslenskir afreksmenn taki þátt í leikunum með öðrum íþróttamönnum heims og sýni þannig samstöðu með íbúum Kína í að vilja stuðla að friði og velferð í heiminum. Hins vegar er algjör óþarfi að íslensk stjórnvöld sendi sína fulltrúa á leikana. Slíkar heimsóknir verða að áróðursvopni í höndum  þarlendra stjórnvalda. Þegnar Kína, sem beittir eru harðræði og sviptir mannréttindum, eiga ekki að fá þau skilaboð að kúgarar þeirra njóti sérstakrar virðingar og velvilja leiðtoga lýðfrjálsra þjóða," samkvæmt tilkynningu frá SUS.


mbl.is Meirihluti styður ferð ráðherra á ÓL í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband