Ferðafélagið ríkisstjórn Íslands

Já þetta eru sláandi tölur svo ekki sé meira sagt. Hvernig er hægt að eyða 21.7 milljón króna í ferðalög á nokkrum mánuðum? Það eitt og sér hlýtur að vera full vinna!!! Enda hefur þessi ríkisstjórn ekki að ósekju verið kölluð útlagastjórnin og hún er svo sannarlega dýrasta ferðafélag skattborgara um þessar mundir. Það mætti nú gera ýmislegt annað fyrir 95 milljónir...t.d. mætti bæta þeim við þessar 4 milljónir sem eiga að leysa efnahagsvanda þjóðarinnar! Ekki kemur það heldur á óvart að Jóhanna Sigurðardóttir skuli hafa ferðast minnst en hún virðist vanda val sitt vel á því hvað hún notar skattfé almennings í. Ég man það t.d. enn þó ég hafi verið smástelpa þá... þegar hún hafnaði ráðherrabílnum á sínum tíma og það þótti mér ákaflega smart hjá henni og sýnir hugsjón hennar umfram eigið bruðl öðru fremur.

Hins vegar mætti alveg fylgja fréttinni eitthvað viðmið því það er einnig ósanngjarnt að tæta þessar ferðir í sig ef maður hefur engan samanburð á því hvað getur talist eðlilegur kostnaður í ferðir ráðherra á einu ári. Það væri áhugavert að fá tölur fyrir fleiri ár til að hafa samanburð.

Og svo verður auðvitað að gera sér grein fyrir því að heimurinn er ætíð að verða minni og minni og vegna aukinnar alþjóðavæðingar þá má gera ráð fyrir auknum ferðakostnaði kjörinna fulltrúa og embættismanna. Hitt er annað mál að störf þessa fólks snúast um stanslausa forgangsröðun og það má leiða líkur að því að ferðalög hafi verið ansi hátt skrifuð á forgangslistanum þetta árið þrátt fyrir að full þörf hafi verið á vinnukröftum stjórnmálamanna heima við eins og alþjóð er kunnugt um.


mbl.is Ferðir ráðherra hafa kostað 95 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband