Mánudagur, 16. júní 2008
McDonaldization
Ég fór á McDonalds um daginn og fékk mér barnabox. Það er ekki í frásögur færandi og sem betur fer er ég ekki mikið fyrir McDonalds en ég var svöng, vildi vita nákvæmlega hvað ég fengi og fá það strax. Þá leiddi ég hugann að hugtaki sem ég lærði um í vinnusálfræðinni í vetur sem er hugtakið um McDonaldization.
Ritzer highlighted four primary components of McDonaldization:
- Efficiency - the optimal method for accomplishing a task. In this context, Ritzer has a very specific meaning of "efficiency". Here, the optimal method equates to the fastest method to get from point A to point B. In the example of McDonald's customers, it is the fastest way to get from being hungry to being full. Efficiency in McDonaldization means that every aspect of the organization is geared toward the minimization of time.[1]
- Calculability - objective should be quantifiable (i.e., sales) rather than subjective (i.e., taste). McDonaldization developed the notion that quantity equals quality, and that a large amount of product delivered to the customer in a short amount of time is the same as a high quality product. This allows people to quantify how much they're getting versus how much they're paying. Organizations want consumers to believe that they are getting a large amount of product for not a lot of money. Workers in these organizations are judged by how fast they are instead of the quality of work they do.[2]
- Predictability - standardized and uniform services. "Predictability" means that no matter where a person goes, they will receive the same service and receive the same product every time when interacting with the McDonaldized organization. This also applies to the workers in those organizations. Their task are highly repetitive, highly routine, and predictable.[3]
- Control - standardized and uniform employees, replacement of human by non-human technologies.
- (Tekið af http://en.wikipedia.org/wiki/McDonaldization)
Og það leiddi hugann að því hversu mikið við erum McDonaldized svona dags daglega. En á hinn bóginn hversu lítið heimurinn okkar er það.
Þó að þessi hugmyndafræði sé ágæt þá er hún samt eins og McDonalds, fínar umbúðir en innihaldslaus með öllu og oft verður manni hreinlega illt af innihaldinu.
Ég tel lífið einmitt snúast um allt annað. Það snýst um það að vita ekki nákvæmlega hvað við fáum því þá getum við notið þess óvænta. Svona eitthvað í takt við konfektkassann hans Forrest Gump. Ég held að ég vilji heldur ekki finna hröðustu leiðina frá A til B því ég aðhyllist meira spekina um að "It´s not the destination, but the journey". Einnig tel ég gæðin skipta meiru máli en magnið. Hver vill gúffa í sig heilum konfektkassa ef allir molarnir eru fullkomlega fyrirsjáanlegir og vondir að auki?
Ég vona að smám saman færumst við aftur frá þessari menningu. Lífið á ekki að snúast um endalausan hraða þar sem við viljum vita allt fyrirfram og fá sem mest fyrir sem minnst og innihaldslausa vöru sem þjónar einungis því hlutverki að seðja "hungur" til skamms tíma. Við eigum að geta slakað á, notið innihaldsríkrar máltíðar, notið þess óvænta og horft til langframa. Hitt á einungis að vera í einstaka tilfellum en ekki ákveðinn lífsmáti. Það skilar okkur engu þegar upp er staðið því hversu gaman var að ferðast frá A til B á sem hraðastan máta án innihalds og gæða á fullkomlega fyrirsjáanlegan, staðlaðan hátt?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:42 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.