Til hamingju með daginn Íslendingar!

 

Þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga er runninn upp. Að þessu sinni er ég fjarri góðu gamni og það er ekki mikið sem maður finnur fyrir honum hér í Danmörku. Íslendingafélagið í Árósum var þó með fjölskyldudag á laugardaginn og grillaði íslenskar Goða pylsur og seldi íslenskt nammi. Það var nú ekki slegið hendinni á móti því að kaupa sér Nizza, Tromp, Egils appelsín og fleira gúmmulaði!

Það er ágætt að leiða hugann að okkur Íslendingum þegar við fögnum þjóðahátíðardegi okkar. Þegar við fögnum sjálfstæði okkar og horfa aðeins fram í tímann í leiðinni.

Ég horfði á kynningarmyndband um Ísland í gær ásamt vinkonu minni og við vorum að ræða það að það er ekki skrýtið að við Íslendingar séum eins og við erum. Við erum yfirleitt full af orku, frumkvæði, sjálfstæði og tilbúin að sigra heiminn. Ekkert skal standa í vegi fyrir okkur. Þessa orku höfum við án efa frá þeirri dýrmætu náttúru sem umlykur okkur allt um kring. Frá vatnsföllunum mikilfenglegu og margbrotinni náttúrunni sem hleður mann þessum krafti. Þessu megum við aldrei glata! Hvorki náttúrunni okkar né kraftinum.

Við þurfum að halda í sérstöðu okkar því við erum afar merkileg þjóð. Þegar maður leiðir hugann að ESB þá er þetta eitt sem þarf að taka með í reikninginn. Við megum aldrei glata sjálfstæði okkar og sérstöðu sem er svo mögnuð á margan hátt. Hins vegar ætlum við okkur heldur ekki að lifa sem eyland úr takti við alþjóðasamfélagið heldur nýta það besta sem við eigum möguleika á til að efla okkur án þess að glata okkar séreinkennum eða grund okkar.

Góðir Íslendingar til hamingju með daginn. Ég er stoltur Íslendingur í dag, nú sem ávallt.

Í dag flagga ég fyrir Íslandi og Íslendingum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband