Úff...

Maður hefur alltaf óttast einmitt að þetta gerist. Að einhver öxull gefi sig og rússíbaninn losni að einhverju leyti. Samt hefur maður einhvern veginn alltaf trúað að þetta sé þrátt fyrir allt öruggt.

Ég held að það verði einhver bið á því að maður fari í svona stóra rússíbana og ég mun aldrei fara í þennan tiltekna rússíbana hér í Árósum.

Mér var nú ekki sama þegar ég heyrði þessa frétt í sjónvarpinu hér og vissi af því að synir vinahjóna minna hérna fóru í tívolíið ásamt föður sínum eftir að skutla mér í vinnuna á föstudag.

En maður á nú bara að þakka fyrir að ekki fór þó verr en þetta því þetta hefði getað orðið mun alvarlegra slys.


mbl.is Fjórir slösuðust í rússibanaslysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband