Flott hjá Símanum!

Ég sá það fyrir tilviljun á ráfi mínu um veraldarvefinn að Síminn er eitt þeirra fyrirtækja sem horfir til framtíðar og framkvæmir með tilliti til aðgengilegrar heimasíðu.

Hann hefur sett síðuna upp þannig að hún sé sem aðgengilegust flestum notendum hennar og hefur til dæmis auðlesið efni, mínar stillingar og fleira.

Þetta er alveg til fyrirmyndar og sýnir í verki að fyrirtækið hefur hug á því að bjóða alla velkomna til sín.

Ég vona að nú fari þetta að koma og fyrirtæki sem og aðrir opinberir vefir og aðrir fari að leggja sig fram um að hafa vefi sína aðgengilega sem flestum notendum. Fyrir fólk með skerðingu af einhverju tagi, fólk af erlendu bergi brotið, eldra fólk og marga fleiri hefur þetta gríðarlega mikið að segja. Auk þess tel ég þetta lýsandi fyrir þá breytingu sem mun verða á samfélagi okkar í framtíðinni þar sem við keppumst að því að sníða það að sem flestum og brjóta niður óþarfa hindranir fyrir allan þann margbreytileika sem samfélag okkar hefur að geyma.

Meira um aðgengi á vefjum má sjá á www.sja.is

Gott mál hjá Símanum www.siminn.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband