Við stöndum vörð um Íbúðalánasjóð!

Við framsóknarfólk höfum staðið þéttan vörð um Íbúðalánasjóð undanfarin misseri og munum áfram gera. Þjóðin er okkur greinilega sammála um mikilvægi hans.

Hlutverk hans hefur aldrei verið mikilvægara en einmitt nú þegar bankarnir hafa skellt í lás að mestu leyti í húsnæðislánum eftir að hafa ruðst inn á markaðinn á sínum tíma og sett allt í uppnám.

Íbúðalánasjóður er ekki síst mikilvægur fyrir fólk úti á landsbyggðinni því þar sitja allir við sama borð ólíkt bönkunum og því gríðarlegt mikilvægi hans til þess að standa vörð um jöfnuð fólks úti á landi á móti höfuðborgarsvæðinu.

Það er mjög þungt fyrir ungt fólk að koma undir sig þaki á núverandi tímum og þar hefur Íbúðalánasjóður miklu hlutverki að gegna að styðja við þann hóp og aðra í þjóðfélaginu sem hafa ekki stórar upphæðir á milli handanna til þess að leggja út í útborgun og hafa heldur ekki getu til þess að standa undir þungri greiðslubyrði.

Mann óar við hugmyndum sem komið hafa fram hjá Sjálfstæðismönnum um að koma Íbúðalánasjóði fyrir kattarnef í hendur frjálshyggjuaflanna. Ég treysti því að Samfylkingin með Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra og Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra standi fast í lappirnar í þessum efnum á móti samstarfsflokki sínum. Hins vegar er þetta ákaflega óheppilegt að ríkisstjórnarflokkarnir séu að senda svona ólík skilaboð varðandi grundvallaratriði eins og Birkir J. Jónsson þingmaður okkar bendir á í pistli sínum: http://www.birkir.blog.is/blog/birkir/entry/643411/

Ég sé Íbúðalánasjóð frekar eflast í framtíðinni en hitt og ekki síst á næstu misserum í kjölfar þeirra þrenginga sem nú steðja að. Ég sé hann taka þátt í ýmiss konar verkefnum eins og því verkefni að aðskilja húsnæðið og þjónustuna í málefnum fatlaðs fólks og aldraðs og koma að einhverju leyti að fjármögnun slíkra íbúða sem og ódýrs leiguhúsnæðis og íbúða þar sem fólk greiðir leigu en eignast jafnframt hlut í íbúðinni með tímanum.


mbl.is 92% vilja óbreyttan Íbúðalánasjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband