Rétt skref

Þetta tel ég vera rétt skref í átt að því markmiði að hætta að aðgreina með svo skýrum hætti sem verið hefur þau málefni sem snúa að fötluðu fólki frá öðrum málefnum samfélagsins. Fatlað fólk á að vera fullkomlega órofinn hluti af samfélaginu sem á að geta sniðið sig að ólíkum þörfum þegna sinna. Til dæmis eiga sérúrræði alltaf að vera þrautalending eða einskært val þess sem notar þjónustuna.

Það er mun eðlilegra að vera hluti af Vinnumálastofnun sem vonandi gefur þá einnig aukna möguleika að almennum vinnumarkaði heldur að vera undir félagslegu úrræði. Ég tel þetta rétta þróun í takt við nútíma hugmyndafræði.

Ég fagna því líka að Jóhanna skuli hvetja til almennrar umræðu um kosti og galla notendastýrðrar þjónustu. Gott hjá þér Jóhanna! Það er gott að einhver skuli vera að gera jákvæða hluti í þessari ríkisstjórn. Notendastýrð þjónusta er huti af þeirri nánu framtíðarsýn sem blasir við.

Það er ákaflega mikilvægt að nú fari fram frjó umræða um m.a. notendastýrða þjónustu í ljósi þess að gefið hefur verið opinberlega út að flytja eigi málefni fatlaðra á hendur sveitarfélaga á árunum 2010-2011. Slíkt er mun meiri breyting en margir gera sér kannski grein fyrir og í ótal horn að líta. Það býður einnig upp á mikið tækifæri til þróunar og breytinga. Ég sakna þess að ekki hafi farið fram meiri almenn umræða um þá samhæfingu sem á að vera á milli félagsþjónustu sveitarfélaga og ríkis á árunum 2007-2009 (sjá skýrslu á vef félagsmálaráðuneytis).

Nú er tími málefna fatlaðs fólks kominn!


mbl.is Vinnumál fatlaðra til Vinnumálastofnunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband