Miðvikudagur, 8. október 2008
Millifærslan tók 5 daga...
Þetta blasti við þegar ég fór inn á netbankann minn í Danske Bank áðan:
Overførsler til/fra Island.
Danske Bank koncernen behandler overførsler til og fra Island enkeltvis på grund af den nuværende økonomiske situation i Island. Berørte kunder bliver orienteret, hvis betalingen forsinkes eller ikke gennemføres.
Ég var að fá námslánin mín fyrir þennan mánuðinn en það tók 5 daga að fara í gegn (það hefur áður tekið frá nokkrum klst. til 2 daga hjá mér) og þakka ég mínum sæla fyrir að þau skyldu bara á annað borð komast í gegn til þess að ég þurfi ekki að fara bara með bauk líka niður í bæ að safna í ... Ef það hefði ekki gengið hefði eina leiðin verið að taka út pening úr hraðbanka á Landsbanka kreditkortið mitt (sem er spurning hvort virkar) og þá væri nú áhugavert að vita hvað ég væri að borga fyrir dönsku krónuna!
Já það er ekkert sældarlíf að vera Íslendingur í útlöndum í dag. Traustið er bara alveg farið og maður finnur það því miður á eigin skinni í samskipti við þjónustufulltrúann hér úti eins indæl og hún hefur nú verið allt síðasta ár. Ég á líka yndislegan þjónustufulltrúa í Landsbankanum sem ég vona svo innilega að sé örugg í sínu starfi og nú mun íbúðalánið mitt flytjast yfir á Íbúðalánasjóð væntanlega. Ég þakka innilega fyrir Íbúðalánasjóð og starf okkar Framsóknarmanna við að koma honum á fót og vernda því 90% þjóðarinnar þótti vænt um hann áður ef ég man rétt og ég er nokkuð viss um að nú er það nánast öll þjóðin! Hann er akkeri í ólgusjónum!
Þrátt fyrir svona óskemmtileg óþægindi og að sjá kannski fram á það að þurfa að labba af því maður á ekki í strætó eða að þurfa að skrapa eitthvað saman og elda einhvern stórmerkilegan rétt þar sem maður á ekki pening fyrir mat þá gæti þetta verið svo miklu, miklu verra og er það eflaust hjá mörgum. Því miður. Öllum nýjum áskorunum í lífinu fylgir nýr lærdómur og þegar maður á minna þá metur maður það sem maður á miklu betur og nýtur þess betur.
Þess vegna tek ég undir orð Jóhönnu Sigurðardóttur í fréttum í dag þar sem hún lagði áherslu á það að snúa bökum saman og styðja hvert annað. Maður má heldur ekki missa stoltið yfir því að vera Íslendingur, það er og verður alltaf gæðastimpill. Þjóð okkar mun breytast mikið eftir þetta umrót og að sumu leyti tel ég þá breytingu verða til góðs. Það mun nást meira jafnvægi á hlutina en verið hefur og samvinnuhugsjónin mun svífa yfir vötnum á ný í stað einstaklingshyggju.
Viðskipti milli landa verða tryggð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:57 | Facebook
Athugasemdir
Normalt tekur það 3-5 daga að millifæra á milli IS og DK nema sé borgað fyrir flýtimeðferð - ég gafst upp á að nota þá aðferð fyrir fimm árum því það var stundum bara einn dagur sem munaði á í afgreiðslunni en mun meira tekið í þóknun
nolli (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 20:52
Hefur alltaf tekið 2-3 daga að færa á milli. Vonandi breytist það ekki.
Nýbúinn að láta yfirfara hjólið og nóg er af hrökkbrauðinu.
Jóhann (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 20:59
Þetta er erfitt, vonum að það lagist samt fljótt. Kveðjur til þín frænka í Danaveldi.
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 9.10.2008 kl. 00:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.