Geir: nú verður að verkefnastýra hverjum manni á bátnum og nota alla!

Nú verður ríkisstjórnin að nota hvern einasta þingmann hvort sem hann er í stjórn eða stjórnarandstöðu og hvern einasta embættismann til þess að hjálpast að við að róa og stýra þjóðarskútunni.

Nú verða stjórn og stjórnarandstaða að vinna saman sem eitt lið að sama verkefninu! Það þarf að verkefnastýra nákvæmlega hver gerir hvað því verkefnin eru ærin.

Ekki nóg með að eiga við allt það umrót sem orðið hefur í innviðum þjóðfélagsins heldur þarf líka að eiga við umrót utan við það sem hefur mikil áhrif á innviðina. Það þarf líka að fara út á meðal fólksins í landinu og tala við það, efla samstöðu og veita stuðning til þjóðar sem er óttaslegin og hefur ekki fullar forsendur til að átta sig almennilega á hvað er að gerast.

Nú þarf öfluga verkefnastjórnun og markmiðasetningu til þess að eins vel sé staðið að málum og mögulegt er í þeim brotsjó sem gengur yfir. Og þá þarf að nota hvern einasta mann á bátnum, við höfum bara ekki efni á öðru en að allir séu nýttir!

Nú þarft þú að nýta alla kjörna fulltrúa þjóðarinnar Geir, þjóðin á það inni hjá þér.


mbl.is Lífverðir gæta Geirs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband