Efla þarf Byggðastofnun

Nú er mikilvægt að efla Byggðastofnun og einnig að Íbúðalánasjóður komi inn til aðstoðar bændum sem eru að lenda í vandræðum og eiga það jafnvel á hættu að missa jarðir sínar vegna gjaldþrots.

Það þarf að tryggja það að bændur geti haldið áfram atvinnu sinni því hlutverk þeirra er ákaflega mikilvægt á næstu árum. Þeir verða að geta framleitt fyrir íslenskan markað því ekki er hægt að treysta erlendum innflutningi eins og aðstæður eru núna.

Því þarf að huga sérstaklega að málefnum bænda og stöðu þeirra þannig að þeir hafi möguleika á að halda sínum rekstri áfram og frekar efla hann en hitt.

Ungt fólk sem er að setjast að í sveitunum þarf að styðja sérstaklega en ég veit til þess að margir slíkir bændur eru í miklum vandræðum sem hafa jafnvel verið að berjast fyrir því að komast út í sveit og eru loksins komnir þangað með mikil og há lán á bakinu. Þennan hóp verður að vernda sérstaklega.


mbl.is Bændur hafa áhyggjur af stöðu sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Efla Byggðastofnun? Á þetta að vera brandari? Er ekki nógu mikið sem bjöggarnir og hannesinn eru búnir að féfletta okkur skattgreiðendur um? Á að láta landsbyggðina halda áfram að féfletta okkur eins og þeir hafa komist upp með frá upphafi íslandsbyggðar? Nei, takk.

Netamaðurinn (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 11:27

2 identicon

Landsbyggðina féfletta okkur. Þakkaðu fyrir að þið frjálshyggjuplebbarnir hafið ekki gengið af landbúnaðinum dauðum þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Afnemum verndartolla og minnkur niðurgreiðurgreiðuslur til bænda því íslenkar landbúnaðarvörur eru ekki samkeppnishæfar við erlendar. Hvaðan heldur þú að maturinn komi? Mjólk kemur úr kúm ekki MS. Hugsaðu aðeins....

Guðbrandur (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband